Opnað fyrir álagningarseðla í dag Bjarki Ármannsson skrifar 29. júní 2016 11:22 "Framtöl mjög margra eru nánast fullbúin, eða fullbúin, þannig að vinnslan hefur verið miklu þægilegri og betri,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Vísir/Anton Brink Búið er að opna fyrir álagningarseðla einstaklinga á vef Ríkisskattstjóra og þannig hægt að skoða hvort fólk fær endurgreiðslu frá skattinum eða skuldi enn einhver opinber gjöld. Álagningarskráin verður lögð formlega fram á morgun, mánuði fyrr en undanfarin ár. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir reynt að gera þetta vegna þeirra tæknibreytinga sem hafa orðið á undanförnum árum. „Framtöl mjög margra eru nánast fullbúin, eða fullbúin, þannig að vinnslan hefur verið miklu þægilegri og betri,“ segir Skúli Eggert. „Það eru færri leiðréttingar hjá bótaþegum Tryggingastofnunar ríkisins af því að það tókst að setja inn svokallaðar áritunarupplýsingar. Að öllu þessu samanlögðu, þá var unnt að birta álagninguna fyrr og um leið lengja kærufrest eftir álagninguna úr þrjátíu dögum í sextíu daga.“ Langflestir sem skilað hafa skattframtali hafa óskað eftir því að fá ekki útprentaðan álagningarseðil í pósti, að sögn Skúla Eggerts. Á föstudaginn, 1. júlí, verða inneignir greiddar út til einstaklinga og þá er jafnframt fyrsti gjalddagi af sex fyrir þá sem skulda skattinum. Þann dag kemur jafnframt út árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem áætlað er hvaða Íslendingar fengu mestar tekjur á liðnu ári.Að því er kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins fjölgar framteljendum nú um 2,1 prósent á milli ára og eru þeir 277.606 talsins. Almennur tekjuskattur nemur 134,3 milljörðum króna og var hann lagður á tæplega 182 þúsund framteljendur. Framtaldar skuldir heimilanna námu um 1.719 milljörðum króna í árslok 2015 og drógust saman um 2,7 prósent milli ára. Rúmlega 26 þúsund af um 96 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram neinar skuldir vegna þess. Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Búið er að opna fyrir álagningarseðla einstaklinga á vef Ríkisskattstjóra og þannig hægt að skoða hvort fólk fær endurgreiðslu frá skattinum eða skuldi enn einhver opinber gjöld. Álagningarskráin verður lögð formlega fram á morgun, mánuði fyrr en undanfarin ár. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir reynt að gera þetta vegna þeirra tæknibreytinga sem hafa orðið á undanförnum árum. „Framtöl mjög margra eru nánast fullbúin, eða fullbúin, þannig að vinnslan hefur verið miklu þægilegri og betri,“ segir Skúli Eggert. „Það eru færri leiðréttingar hjá bótaþegum Tryggingastofnunar ríkisins af því að það tókst að setja inn svokallaðar áritunarupplýsingar. Að öllu þessu samanlögðu, þá var unnt að birta álagninguna fyrr og um leið lengja kærufrest eftir álagninguna úr þrjátíu dögum í sextíu daga.“ Langflestir sem skilað hafa skattframtali hafa óskað eftir því að fá ekki útprentaðan álagningarseðil í pósti, að sögn Skúla Eggerts. Á föstudaginn, 1. júlí, verða inneignir greiddar út til einstaklinga og þá er jafnframt fyrsti gjalddagi af sex fyrir þá sem skulda skattinum. Þann dag kemur jafnframt út árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem áætlað er hvaða Íslendingar fengu mestar tekjur á liðnu ári.Að því er kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins fjölgar framteljendum nú um 2,1 prósent á milli ára og eru þeir 277.606 talsins. Almennur tekjuskattur nemur 134,3 milljörðum króna og var hann lagður á tæplega 182 þúsund framteljendur. Framtaldar skuldir heimilanna námu um 1.719 milljörðum króna í árslok 2015 og drógust saman um 2,7 prósent milli ára. Rúmlega 26 þúsund af um 96 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram neinar skuldir vegna þess.
Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira