Ófáir hafa borið íslenska landsliðið saman við Leicester á meðan Evrópumótinu í Frakklandi hefur staðið. Sérstaklega í enskum fjölmiðlum, enda íbúa fjöldi Leicester svipaður og íbúafjöldi Íslands.
Þessi samanburður var enn og aftur borinn upp á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í morgun.
„Auðvitað vil ég að okkar saga fái sama endi og Leicester,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í morgun. „Þeir spiluðu inn á sína styrkleika og við erum að reyna að gera það sama.“
„Það virðist líka vera svo að það sé sami liðsandi í báðum liðum. Það vilja allir vinna hver fyrir aðra. Það er eina leiðin fyrir lið sem eru með minni einstaklingsgæði en keppinauturinn.“
Hann segir að í franska liðinu, sem verður næsti andstæðingur Íslands, séu til dæmis betri einstaklingar sem sést best á því að flestir þeirra spila reglulega í Meistaradeild Evrópu reglulega.
„Það eru ekki margir frá Íslandi sem spila í Meistaradeildinni. Frakkar eru með betri einstaklinga og við þurfum að bæta upp fyrir það með öðrum leiðum.“
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Heimir: Við viljum enda eins og Leicester

Tengdar fréttir

EM í dag: Lars er maðurinn fyrir England og hvíldardagur í Annecy
Allir eru mættir "heim“ til Annecy.

Lars ætlar ekki að taka við enska landsliðinu
Lars Lagerbäck ætlar að starfa áfram við fótbolta en mun ekki bjarga Englendingum þó krafta hans verið óskað.

Lars: Svipað ástand á Íslandi og 1994 í Svíþjóð
Svíar lönduðu bronsi í Bandaríkjunum 1994.

Heimir: Enginn af þeim sem spiluðu Englandsleikinn þarf að kaupa bjór á barnum á Íslandi
"Þeir sem spiluðu þann leik verða hetjur í huga fólks það sem eftir er,“ segir Heimir Hallgrímsson.