Tugþúsundir gesta læra að verða Íslendingar Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júní 2016 10:00 Bjarni Haukur áætlar að um 35 til 40 þúsund manns hafi sótt sýninguna frá upphafi. Mynd/Jorri „Þetta var tilraunaverkefni sem ég fór af stað með og svo hefur þetta undið upp á sig og nú sýnum við hundrað sýningar á ári og þeim mun fjölga og verða hátt í 130 á næsta ári,“ segir Bjarni Haukur Thorsson, höfundur og framleiðandi sýningarinnar How to become Icelandic in 60 minutes. Sýningar hófust árið 2012. Bjarni Haukur lék fyrst í einleiknum, en aðrir leikarar hafa tekið að sér hlutverkið síðustu tvö ár. Hann hefur þó áfram yfirumsjón með sýningunni. „Ég er ekki alveg með nýjustu tölur en ég held að það sé hægt að segja að á bilinu 35 til 40 þúsund hafi sótt sýninguna frá upphafi,“ segir Bjarni Haukur. „Það hefur gengið mjög vel að fylla salinn og það furðulegasta við þetta er að fyrst vorum við með þetta á sumrin, en nú erum við með þetta á veturna líka og það gengur ekki síður vel,“ segir Bjarni Haukur.Bjarni Haukur Thorsson. Mynd/GassiSýningin er sýnd í Kaldalónssal Hörpu sem tekur 180 manns í sæti. Miðað við hundrað sýningar má áætla að ef uppselt sé á allar sýningar velti einleikurinn allt að 80 milljónum króna í ár. Bjarni Haukur segir sýninguna alltaf hafa verið hugsaða fyrir útlendinga. „Þegar við vorum að byrja voru margir Íslendingar áhorfendur en í dag eru þetta 95 prósent útlendingar. Hugmyndin var að bjóða upp á hágæða skemmtun á ensku fyrir þá útlendinga sem hingað koma. Mér fannst vanta efni fyrir fólk þegar það kæmi til Íslands. Þetta var tilraun og hún hefur gengið vonum framar,“ segir Bjarni Haukur. „Ég held það sé aðallega nafnið á sýningunni sem hefur selt þetta, svo hefur þetta eflaust spurst út.“ Bjarni Haukur segir sýninguna hafa breyst aðeins í takt við það sem hefur gerst í samfélaginu. „Í byrjun vorum við til að mynda að gera góðlátlegt grín að efnahagshruninu en svo verður lengra og lengra síðan það gerðist.“ Bjarni Haukur er með samning við Hörpu til nokkurra ára. Hann sér fram á að sýningin haldi áfram á meðan fólk komi. „Maður veit aldrei, það getur komið upp samkeppni. En það bendir ekkert til þess, eins og staðan er í dag, að þetta sé að minnka,“ segir Bjarni Haukur Thorsson. Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
„Þetta var tilraunaverkefni sem ég fór af stað með og svo hefur þetta undið upp á sig og nú sýnum við hundrað sýningar á ári og þeim mun fjölga og verða hátt í 130 á næsta ári,“ segir Bjarni Haukur Thorsson, höfundur og framleiðandi sýningarinnar How to become Icelandic in 60 minutes. Sýningar hófust árið 2012. Bjarni Haukur lék fyrst í einleiknum, en aðrir leikarar hafa tekið að sér hlutverkið síðustu tvö ár. Hann hefur þó áfram yfirumsjón með sýningunni. „Ég er ekki alveg með nýjustu tölur en ég held að það sé hægt að segja að á bilinu 35 til 40 þúsund hafi sótt sýninguna frá upphafi,“ segir Bjarni Haukur. „Það hefur gengið mjög vel að fylla salinn og það furðulegasta við þetta er að fyrst vorum við með þetta á sumrin, en nú erum við með þetta á veturna líka og það gengur ekki síður vel,“ segir Bjarni Haukur.Bjarni Haukur Thorsson. Mynd/GassiSýningin er sýnd í Kaldalónssal Hörpu sem tekur 180 manns í sæti. Miðað við hundrað sýningar má áætla að ef uppselt sé á allar sýningar velti einleikurinn allt að 80 milljónum króna í ár. Bjarni Haukur segir sýninguna alltaf hafa verið hugsaða fyrir útlendinga. „Þegar við vorum að byrja voru margir Íslendingar áhorfendur en í dag eru þetta 95 prósent útlendingar. Hugmyndin var að bjóða upp á hágæða skemmtun á ensku fyrir þá útlendinga sem hingað koma. Mér fannst vanta efni fyrir fólk þegar það kæmi til Íslands. Þetta var tilraun og hún hefur gengið vonum framar,“ segir Bjarni Haukur. „Ég held það sé aðallega nafnið á sýningunni sem hefur selt þetta, svo hefur þetta eflaust spurst út.“ Bjarni Haukur segir sýninguna hafa breyst aðeins í takt við það sem hefur gerst í samfélaginu. „Í byrjun vorum við til að mynda að gera góðlátlegt grín að efnahagshruninu en svo verður lengra og lengra síðan það gerðist.“ Bjarni Haukur er með samning við Hörpu til nokkurra ára. Hann sér fram á að sýningin haldi áfram á meðan fólk komi. „Maður veit aldrei, það getur komið upp samkeppni. En það bendir ekkert til þess, eins og staðan er í dag, að þetta sé að minnka,“ segir Bjarni Haukur Thorsson.
Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira