Viðskipti innlent

Ingibjörg Ösp nýr forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins. Forstöðumaður mennta- og mannauðsmála ber ábyrgð á að vinna að og framfylgja stefnu SI í mennta- og mannauðsmálum.

Ingibjörg Ösp leiddi Menningarhúsið Hof á Akureyri frá opnun til ársloka 2014. Hún gegndi starfi framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar á árunum 2015-2016. Áður var hún framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar á árunum 2003-2005 og markaðsstjóri KEA frá 2005-2008.

Ingibjörg Ösp er með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskólanum á Akureyri og fjallaði hún um útvistun í opinberri stjórnsýslu í meistaraverkefni sínu. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá rekstrardeild Háskólans á Akureyri. Áður öðlaðist hún reynslu af kennslu auk þess sem hún hefur komið að mótunarstarfi í skóla- og menntamálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×