Ráðherra vill stóraukinn stuðning við afreksíþróttafólk Snærós Sindradóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, íslenski fyrirliðinn, er dæmi um afreksíþróttamann sem kom fullskapaður úr öflugu yngriflokka starfi. Hann þurfti að velja á milli handbolta og fótbolta þegar lengra var komið. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“ Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
„Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira