Ráðherra vill stóraukinn stuðning við afreksíþróttafólk Snærós Sindradóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, íslenski fyrirliðinn, er dæmi um afreksíþróttamann sem kom fullskapaður úr öflugu yngriflokka starfi. Hann þurfti að velja á milli handbolta og fótbolta þegar lengra var komið. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“ Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
„Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira