Ráðherra vill stóraukinn stuðning við afreksíþróttafólk Snærós Sindradóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, íslenski fyrirliðinn, er dæmi um afreksíþróttamann sem kom fullskapaður úr öflugu yngriflokka starfi. Hann þurfti að velja á milli handbolta og fótbolta þegar lengra var komið. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“ Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira