Erlent

Sænskur milljarðamæringur talinn af eftir óhapp á sjó úti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Christer Ericsson.
Christer Ericsson. Vísir/EPA
Sænska milljarðamæringsins Christer Ericsson er saknað eftir að bátur hans fannst á reki undan ströndum eyjunnar Marstrand, skammt frá Gautaborg. Talið er að hann hafi fallið útbyrðis.

Ericsson græddi á tá og fingri á áttunda áratug síðustu aldar þegar hann stofnaði fyrirtækið Consafe sem byggði íbúðir á hafi úti fyrir starfsmenn í olíuiðnaði.

Fjölskylda hans staðfesti að Ericsson væri saknað og að leit hafi hafist í gær eftir að bátur hann fannst á reki, mannlaus. Í bátnum fundust veiðarfæri en líklegt þykir að Ericsson hafi fallið útbyrðis.

Alls taka 13 skip og ein þyrla þátt í leitinni en í yfirlýsingu frá fjölskyldunni kom fram að litlar líkur væru á því að hann myndi finnast á lífi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×