Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Birgir Olgeirsson skrifar 28. júní 2016 12:54 Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gær en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. Vísir/EPA „Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
„Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20