Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Birgir Olgeirsson skrifar 28. júní 2016 12:54 Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gær en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. Vísir/EPA „Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
„Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20