Lífið

Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Strákarnir fagna með stuðningsmönnum í gærkvöldi.
Strákarnir fagna með stuðningsmönnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. Gummi Ben hefur kallað stuðningsmennina bláa hafið í lýsingum sínum enda eru flestir ef ekki allir Íslendingar í Frakklandi bláklæddir.

Eftir sigurinn á Englendingum í 16-liða úrslitunum í gær hlupu strákarnir beint til stuðningsmannanna og fögnuðu með þeim. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson stýrði þekktasta söngnum sem kallaður hefur stríðssöngur eða víkingaösku en flestir ættu að kannast við sönginn þar sem allir klappa í takt við dynjandi trommuslátt.

Þetta magnaða augnablik eftir leikinn í gær má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.