Innlent

Lögreglan í höfuðborginni þurfti að sinna fimmtíu útköllum

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum vegna ölvunar og óspekta.
Tveir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum vegna ölvunar og óspekta. Visir/GVA
Gríðarleg fagnaðarlæti voru í miðborg Reykjavíkur fram eftir öllu kvöldi í gær eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Englandi.

Veitingastaðir voru troðfullir af fólki þar til lokað var klukkan eitt.

Lögreglan þurfti að sinna fimmtíu útköllum, og var ölvun mikil fram eftir nóttu, að sögn lögreglu, sem þurfti oft að grípa inn í og afstýra vandræðum.

Tveir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum vegna ölvunar og óspekta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×