Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, segir stoltur að vera hluti af mögnuðu íslensku landsliði sem er komið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi eftir 2-1 sigur á Englandi í kvöld.
„Þetta er bara frábært. Við vitum að við getum unnið alla og sýnum í dag að við getum líka spilað fótbolta," sagði Birkir í samtali við Pétur Marteinsson hjá Símanum strax eftir leik.
„Vinnan sem við leggjum í þetta í 93 mínútur er ótrúleg. Maður er bara stoltur af því að vera hérna."
„Eins og við hugsum allir þá vitum við að við getum unnið hvaða lið sem er og þó að að það sé England eða eitthvað annað lið þá getum við alltaf unnið."
Englendingar fengu ekki mörg færi í leiknum, en varnarleikur Íslands var frábær í alla staði og sagði Birkir baráttuna til fyrirmyndar.
„Eins og við spilum þá er erfitt að brjóta okkur niður og mér sýndist þeir ekki hafa nein svör. Ég veit ekki hversu mörg tækifæri þeir fengu, en það er bara frábært hvernig við leggjum okkur fram."
Aðspurður um hversu langt íslenska liðið getur farið í þessu móti svaraði Birkir:
„Ég veit það ekki. Við hugsum bara næst um Frakkland og við getum alveg slegið þá út eins og England. Allt getur gerst," sagði Birkir í samtali við Pétur að lokum.
Birkir: Getum unnið hvaða lið sem er
Tengdar fréttir
Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband
Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England.
Ragnar með mark í tímamótaleik
Eins og alþjóð veit leiðir Ísland 2-1 í hálfleik gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice.
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir.