Góðir Íslendingar. Til hamingju með daginn. Ísland var að slá út England á Evrópumótinu í knattspyrnu og er komið í átta liða úrslitin þar sem liðið mætir Frökkum.
Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk okkar manna í fræknum sigri, einhverju magnaðasta afreki Íslandssögunnar.
Það voru fleiri hetjur í Nice í kvöld en strákarnir á vellinum því þrjú þúsund Íslendingar áttu sviðið í stúkunni á Stade de Nice. Björn Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason tóku þá tali að leik loknum.
Upptökuna má sjá í spilaranum að ofan.

