Ólafur Ragnar: Stór dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu og sögu lýðveldisins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2016 17:55 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hvernig sem leikur Íslands og Englands fer í kvöld sé hann sigurganga fyrir íslenskan fótbolta. Ekki megi gera þær kröfur til íslenska liðsins að ef þeir sigra ekki í kvöld sé það örlagatap. „Bara það að þessi leikur skuli fram og íslenska þjóðin skuli sameinast með einn hug og eitt hjarta á þessari stundu er mér nægjanlegt. Ef það vinnst svo sigur þá er það auðvitað stórkostleg viðbót en ég held það sé mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að fyllast ekki þeim metnaði að ef við höldum ekki áfram að sigra þá hafi þetta allt verið unnið fyrir gýg,“ segir Ólafur Ragnar, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn fyrir kvöldinu.Stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu „Þetta er einn stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu en líka mjög stór dagur í sögu lýðveldisins því mér finnst þetta ekki bara vera fótboltahátíð og frábær leikur heldur líka ákveðinn vitnisburður um það að okkur hefur tekist sem þjóð að gera okkur gildandi á mjög afdrifaríkan hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort hann hyggist heiðra strákana að mótinu loknu, líkt og handboltastrákana, sem fengu riddarakrossinn eftir Ólympíuleikana í Peking, segist hann ekki geta tilkynnt það fyrir fram.Tvíbent að tilkynna orður fyrir fram „Nú er það þannig með orðurnar það þær eru aldrei tilkynntar fyrir fram. Það væri nú ekki gott að fara að fjalla um það fyrir leik. Má ég minna þig á það að þegar Frakkar urðu heimsmeistarar og forseti Frakklands sæmdi þá alla heiðursorðu þá flugu þeir allir beint til Íslands og spiluðu á Laugardalsvellinum, eins og frægt var, og náðu ekki að sigra okkur Íslendinga. Þannig að það getur verið tvíbent að tilkynna orður fyrir fram.“ Ólafur var jafnframt spurður hvort forsetaembættið geti heiðrað erlenda ríkisborgara, líkt og Lars Lagerback. Hann sagði það vissulega hægt, þrátt fyrir að það sé ekki mjög algengt. „Auðvitað er framlag Lars til íslenskra íþrótta orðið sögulegt. Ekki bara fyrir okkur sem þjóð heldur líka í evrópskum fótbolta.“Sjá einnig:Dorrit: „Ísland er stærsta land í heimi, ekki stórasta“Hugarfar Eiðs Smára veganesti fyrir alla þjóðina Þá sagðist hann ekki eiga sér uppáhalds leikmann, en tók fram að hann bæri mikla virðingu fyrir Eiði Smára Guðjohnsen. „Mér finnst þessi langi ferill Eiðs vera sterk skilaboð að maður sem er búinn að vera svona lengi stór stjarna í evrópskum og íslenskum fótbolta skuli vera þannig gerður að vera bara hér einn af strákunum og til að styðja allt liðið og er í raun og veru alveg sama um hvort hann er inni á vellinum eða situr á varamannabekknum. Það finnst mér hugarfar sem er gott veganesti, ekki bara fyrir liðið sjálft, heldur líka fyrir okkur sem þjóð.“Líkt og greint var frá í dag hittu núverandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, verðandi forsetahjón, þau Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í Nice í Frakklandi í dag, en þau ætla öll á leikinn í kvöld. Ólafur sagðist fyrst hafa hitt hann í flugvélinni á leið til Frakkalnds, en að Guðni hafi verið örþreyttur, og því fengið að sofa og hvíla sig fyrir daginn í dag. Þau hafi svo öll hist á á torginu í Nice í dag. Þá sagðist hann þekka Guðna og hans fræðistörf vel, og bindi miklar vonir við störf hans.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hvernig sem leikur Íslands og Englands fer í kvöld sé hann sigurganga fyrir íslenskan fótbolta. Ekki megi gera þær kröfur til íslenska liðsins að ef þeir sigra ekki í kvöld sé það örlagatap. „Bara það að þessi leikur skuli fram og íslenska þjóðin skuli sameinast með einn hug og eitt hjarta á þessari stundu er mér nægjanlegt. Ef það vinnst svo sigur þá er það auðvitað stórkostleg viðbót en ég held það sé mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að fyllast ekki þeim metnaði að ef við höldum ekki áfram að sigra þá hafi þetta allt verið unnið fyrir gýg,“ segir Ólafur Ragnar, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn fyrir kvöldinu.Stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu „Þetta er einn stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu en líka mjög stór dagur í sögu lýðveldisins því mér finnst þetta ekki bara vera fótboltahátíð og frábær leikur heldur líka ákveðinn vitnisburður um það að okkur hefur tekist sem þjóð að gera okkur gildandi á mjög afdrifaríkan hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort hann hyggist heiðra strákana að mótinu loknu, líkt og handboltastrákana, sem fengu riddarakrossinn eftir Ólympíuleikana í Peking, segist hann ekki geta tilkynnt það fyrir fram.Tvíbent að tilkynna orður fyrir fram „Nú er það þannig með orðurnar það þær eru aldrei tilkynntar fyrir fram. Það væri nú ekki gott að fara að fjalla um það fyrir leik. Má ég minna þig á það að þegar Frakkar urðu heimsmeistarar og forseti Frakklands sæmdi þá alla heiðursorðu þá flugu þeir allir beint til Íslands og spiluðu á Laugardalsvellinum, eins og frægt var, og náðu ekki að sigra okkur Íslendinga. Þannig að það getur verið tvíbent að tilkynna orður fyrir fram.“ Ólafur var jafnframt spurður hvort forsetaembættið geti heiðrað erlenda ríkisborgara, líkt og Lars Lagerback. Hann sagði það vissulega hægt, þrátt fyrir að það sé ekki mjög algengt. „Auðvitað er framlag Lars til íslenskra íþrótta orðið sögulegt. Ekki bara fyrir okkur sem þjóð heldur líka í evrópskum fótbolta.“Sjá einnig:Dorrit: „Ísland er stærsta land í heimi, ekki stórasta“Hugarfar Eiðs Smára veganesti fyrir alla þjóðina Þá sagðist hann ekki eiga sér uppáhalds leikmann, en tók fram að hann bæri mikla virðingu fyrir Eiði Smára Guðjohnsen. „Mér finnst þessi langi ferill Eiðs vera sterk skilaboð að maður sem er búinn að vera svona lengi stór stjarna í evrópskum og íslenskum fótbolta skuli vera þannig gerður að vera bara hér einn af strákunum og til að styðja allt liðið og er í raun og veru alveg sama um hvort hann er inni á vellinum eða situr á varamannabekknum. Það finnst mér hugarfar sem er gott veganesti, ekki bara fyrir liðið sjálft, heldur líka fyrir okkur sem þjóð.“Líkt og greint var frá í dag hittu núverandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, verðandi forsetahjón, þau Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í Nice í Frakklandi í dag, en þau ætla öll á leikinn í kvöld. Ólafur sagðist fyrst hafa hitt hann í flugvélinni á leið til Frakkalnds, en að Guðni hafi verið örþreyttur, og því fengið að sofa og hvíla sig fyrir daginn í dag. Þau hafi svo öll hist á á torginu í Nice í dag. Þá sagðist hann þekka Guðna og hans fræðistörf vel, og bindi miklar vonir við störf hans.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31