Stuðningsmenn Sturlu ráðvilltir, svekktir og sárir Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2016 10:31 Sturla var frambjóðandi lítilmagnans í þjóðfélaginu en veruleg vonbrigði eru nú meðal stuðningsmanna hans. visir/anton brink Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“ Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent