Stuðningsmenn Sturlu ráðvilltir, svekktir og sárir Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2016 10:31 Sturla var frambjóðandi lítilmagnans í þjóðfélaginu en veruleg vonbrigði eru nú meðal stuðningsmanna hans. visir/anton brink Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“ Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent