Hildur slær met Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2016 09:39 Hildur átti ekki uppá pallborðið hjá íslenskum kjósendum að þessu sinni. Enginn í samanlagðri sögu forsetakosninga á Íslandi hefur fengið eins fá atkvæði og Hildur Þórðardóttir. Nú liggja endanlegar tölur fyrir og Hildur lýkur keppni með 294 atkvæði. Ef litið er til sögunnar þá hlaut Hannes Bjarnason 1.556 atkvæði árið 2012, sem er meira en fjórir frambjóðendur sem nú tóku þátt geta státað sig af. Hann náði meðmælafjöldanum með 56 atkvæði, umfram hinn tilskylda 1.500 undirskrifta lista sem leggja þarf fram áður en til framboðs kemur. Jafnvel Sigrún Þorsteinsdóttir, sem fór fram gegn sterkum sitjandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 má talsvert betur við una, fékk 6.712 eða 5,3 prósent.Fjögur ná ekki tölu undirskriftalista sinnaEkkert þeirra fjögurra sem neðst voru nú náðu upp í þá tölu sem þeim var gert að safna á undirskriftalista áður en til framboðs kom. Guðrún Margrét Pálsdóttir hlaut 477 atkvæði, Ástþór Magnússon 615 atkvæði og Elísabet Jökulsdóttir hlaut 1.280.Í hvert skipti sem Ástþór fer fram kvarnast rúmur helmingur af því fylgi sem hann hlaut síðast þegar hann bauð sig fram til forseta.Elísabet er næst því að ná hinni heilögu 1.500 atkvæða tölu og það sem meira er, hún er með hartnær jafn mörg atkvæði og Ástþór, Hildur og Guðrún Margrét samanlagt.Hallar undan fæti hjá Ástþóri Þeim mun oftar sem Ástþór Magnússon fer fram, þeim mun færri atkvæði fær hann. Ástþór fékk 4.422 þegar hann bauð fyrst fram 1996 eða 2,7 prósent. Árið 2004 fékk hann 2.001 atkvæði og nú eru þau 615. Þannig fjarar jafnt og þétt undan stuðningi við forsetaframbjóðandann Ástþór, gróft metið um rúman helming í hvert sinn og miðað við þessa þróun mun hann hnekkja hinu vafasama meti Hildar næst þegar hann býður sig fram. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Enginn í samanlagðri sögu forsetakosninga á Íslandi hefur fengið eins fá atkvæði og Hildur Þórðardóttir. Nú liggja endanlegar tölur fyrir og Hildur lýkur keppni með 294 atkvæði. Ef litið er til sögunnar þá hlaut Hannes Bjarnason 1.556 atkvæði árið 2012, sem er meira en fjórir frambjóðendur sem nú tóku þátt geta státað sig af. Hann náði meðmælafjöldanum með 56 atkvæði, umfram hinn tilskylda 1.500 undirskrifta lista sem leggja þarf fram áður en til framboðs kemur. Jafnvel Sigrún Þorsteinsdóttir, sem fór fram gegn sterkum sitjandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 má talsvert betur við una, fékk 6.712 eða 5,3 prósent.Fjögur ná ekki tölu undirskriftalista sinnaEkkert þeirra fjögurra sem neðst voru nú náðu upp í þá tölu sem þeim var gert að safna á undirskriftalista áður en til framboðs kom. Guðrún Margrét Pálsdóttir hlaut 477 atkvæði, Ástþór Magnússon 615 atkvæði og Elísabet Jökulsdóttir hlaut 1.280.Í hvert skipti sem Ástþór fer fram kvarnast rúmur helmingur af því fylgi sem hann hlaut síðast þegar hann bauð sig fram til forseta.Elísabet er næst því að ná hinni heilögu 1.500 atkvæða tölu og það sem meira er, hún er með hartnær jafn mörg atkvæði og Ástþór, Hildur og Guðrún Margrét samanlagt.Hallar undan fæti hjá Ástþóri Þeim mun oftar sem Ástþór Magnússon fer fram, þeim mun færri atkvæði fær hann. Ástþór fékk 4.422 þegar hann bauð fyrst fram 1996 eða 2,7 prósent. Árið 2004 fékk hann 2.001 atkvæði og nú eru þau 615. Þannig fjarar jafnt og þétt undan stuðningi við forsetaframbjóðandann Ástþór, gróft metið um rúman helming í hvert sinn og miðað við þessa þróun mun hann hnekkja hinu vafasama meti Hildar næst þegar hann býður sig fram.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira