Maðurinn sem slasaðist alvarlega í þriggja bíla árekstri á Öxnadalsheiði í gær er enn á gjörgæslu en ástand hans er sagt stöðugt.
Um var að ræða árekstur fólksbíls, jeppa og smárútu. Slysið varð þegar ein bifreið tók fram úr annarri bifreið í þann mun sem smárúta á norðurleið kom á móti bílunum. Bíllinn sem tók fram úr valt út af veginum og rútan og hinn bíllinn skullu saman. Tveir voru í jeppanum og tveir í fólksbílnum. Tólf farþegar voru í rútunni.
Einn lést í þessu slysi en maðurinn sem fluttur var alvarlega slasaður á gjörgæsludeild og er þar en er á fimmtugsaldri. Meiðsl annarra farþega voru minniháttar.

