Hæstiréttur vísar frá kæru vegna forsetakosninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júní 2016 12:30 Hæstiréttur vísar til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. vísir/gva Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá kæru þriggja einstaklinga vegna forsetakosninganna sem fram fara í dag. Þeir Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu hinn 2. júní síðastliðinn fram kæru til Hæstaréttar vegna utankjörfundarkosningar í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Kæran beindist nánar tiltekið að þeim hluta atkvæðagreiðslunnar sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl til 25. maí eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Var þess því krafist í kærunni að sá hluti kosninganna sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, yrði felldur úr gildi. Níu dómarar Hæstaréttar vísuðu til þess í niðurstöðu að í ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands væri ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Heimild væri fyrir því að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild en Hæstiréttur geti ekki ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim, með vísan til þeirrar heimildar. Þá vísar Hæstiréttur til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Var kærunni því vísað frá Hæstarétti. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá kæru þriggja einstaklinga vegna forsetakosninganna sem fram fara í dag. Þeir Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu hinn 2. júní síðastliðinn fram kæru til Hæstaréttar vegna utankjörfundarkosningar í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Kæran beindist nánar tiltekið að þeim hluta atkvæðagreiðslunnar sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl til 25. maí eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Var þess því krafist í kærunni að sá hluti kosninganna sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, yrði felldur úr gildi. Níu dómarar Hæstaréttar vísuðu til þess í niðurstöðu að í ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands væri ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Heimild væri fyrir því að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild en Hæstiréttur geti ekki ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim, með vísan til þeirrar heimildar. Þá vísar Hæstiréttur til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Var kærunni því vísað frá Hæstarétti.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira