Fótbolti

Eiður Smári: Viðurkenni að ég var mjög stressaður

Hjörtur Hjartarson skrifar
Flestir Íslendingar sem fylgdust með lokamínútum í leik Íslands og Austurríki á miðvikudaginn hafa átt erfitt með að koma tilfinningum sínum og hugarástandi í orð á þeirri stundu sem Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið.

Eiður Smári Guðjohnsen var inntur eftir því á blaðamannafundinum í Annecy í morgun hvernig honum leið, sitjandi á bekknum og sjá drauminn um sæti í 16 liða úrslitum rætast.

Sjá einnig: Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands

„Ég var mjög stressaður, ég viðurkenni það. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist, hversu mikið við bökkuðum og aftarlega við lágum. Þegar við skorum þá misstu allir hausinn, held ég.“

„Hvað á maður að segja? Þetta var stærsta stundin fyrir okkur alla. Ekki bara þá sem eru í liðinu, heldur okkur öll. Ég sá myndir af fólki heima hjá sér og miðað við það sem maður hefur séð frá þjóðinni þá held ég að við höfum upplifað þetta á svipaðan hátt.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×