Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 25. júní 2016 07:00 Nigel Farage, formaður UKIP, var einna ánægðastur með niðurstöður kosninganna. Nordicphotos/AFP 51,9 prósent Breta kaus að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið, svokallað Brexit. Þetta kom í ljós þegar talið var upp úr kjörkössum í fyrrinótt. Í kjölfarið tilkynnti forsætisráðherrann David Cameron að hann myndi láta af embætti í haust en hann var einarður stuðningsmaður áframhaldandi veru innan sambandsins. Niðurstöður voru ólíkar milli landshluta. Skotar studdu áframhaldandi veru innan ESB með 62 prósentum atkvæða. Þá kusu Norður-Írar áframhaldmeð 55,8 prósentum atkvæða. Englendingar og Walesverjar voru hlynntir Brexit. 52,5 prósent íbúa Wales kusu Brexit en 53,4 prósent Englendinga. Lundúnabúar voru hins vegar andvígir og kusu um sextíu prósent áframhaldandi veru. Þeir vegfarendur sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af í Lundúnum voru í losti og sögðust ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. „Ég vaknaði í öðru landi. Ekki í mínu landi,“ sagði einn vegfarenda á meðan aðrir lýstu yfir töluverðum áhyggjum. Margir hverjir höfðu áhyggjur af fjármálum sínum og innflytjendur vissu ekki hvort þeir væru velkomnir lengur. Eldra fólk var mun hlynntara Brexit en það yngra og skilaði sér betur á kjörstað. Alls voru 72 prósent Breta á aldrinum átján til 24 ára andvíg á meðan 66 prósent kjósenda yfir 65 ára voru hlynnt. „Hvað hafa foreldrar okkar gert?“ spurði einn vegfarenda blaðamann Fréttablaðsins. „Bretar hafa tekið skýra ákvörðun um að velja aðra leið en mína. Því tel ég þörf á nýjum leiðtoga sem getur stýrt Bretlandi á þeirri leið,“ sagði Cameron fyrir utan bústað forsætisráðherra á Downingstræti. Cameron hyggst hins vegar stýra Bretlandi næstu mánuði en býst við því að nýr forsætisráðherra taki við í október. Óvíst er hver tekur við af Cameron en fjölmiðlar í Bretlandi spá því að Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, og Michael Gove dómsmálaráðherra séu líklegir. Þeir börðust báðir fyrir Brexit. Stöðugleiki var lítill í fjármálaheiminum í gær. FTSE-vísitalan hrapaði um átta prósent þegar markaðir opnuðu. Hún rétti þó lítillega úr kútnum þegar leið á daginn. Hlutabréf í breskum bönkum lækkuðu í verði en hlutabréf í Barclays og RBS lækkuðu um nærri tuttugu prósent. Þá féll gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal um tíu prósent árla morguns og hafði ekki verið jafnlágt frá árinu 1985. Stærstu fjölmiðlar Bretlands greindu frá því í gær að hluti þingmanna Verkamannaflokksins muni leggja fram vantrauststillögu á hendur formanni sínum, Jeremy Corbyn. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir hönd flokksins, sagði framlag hans til kosningabaráttu gegn Brexit lélegt og lítið. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), fagnaði sigrinum hins vegar í gær en hann hafði barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Nýr dagur rís yfir sjálfstæðu Bretlandi,“ sagði Farage í sigurræðu sinni. „Við höfum barist gegn alþjóðasinnum og stjórnmálarisum. Gegn lygum, spillingu og svikum og í dag hafa heiðarleiki, góðmennska og trú á Bretlandi unnið sigur.“ Leiðtogar Evrópusambandsins voru ekki jafnhrifnir og Farage af ákvörðun Breta. François Hollande, forseti Frakklands, sagði ákvörðunina mikla áskorun fyrir Evrópu og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði hana högg fyrir Evrópu og einingu innan álfunnar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem mælst var til þess að Bretar yfirgæfu sem fyrst til að framlengja ekki það óvissuástand sem ríkir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júníDavid Cameron mun segja af sér vegna Brexit. Nordicphotos/AFP Brexit Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
51,9 prósent Breta kaus að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið, svokallað Brexit. Þetta kom í ljós þegar talið var upp úr kjörkössum í fyrrinótt. Í kjölfarið tilkynnti forsætisráðherrann David Cameron að hann myndi láta af embætti í haust en hann var einarður stuðningsmaður áframhaldandi veru innan sambandsins. Niðurstöður voru ólíkar milli landshluta. Skotar studdu áframhaldandi veru innan ESB með 62 prósentum atkvæða. Þá kusu Norður-Írar áframhaldmeð 55,8 prósentum atkvæða. Englendingar og Walesverjar voru hlynntir Brexit. 52,5 prósent íbúa Wales kusu Brexit en 53,4 prósent Englendinga. Lundúnabúar voru hins vegar andvígir og kusu um sextíu prósent áframhaldandi veru. Þeir vegfarendur sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af í Lundúnum voru í losti og sögðust ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. „Ég vaknaði í öðru landi. Ekki í mínu landi,“ sagði einn vegfarenda á meðan aðrir lýstu yfir töluverðum áhyggjum. Margir hverjir höfðu áhyggjur af fjármálum sínum og innflytjendur vissu ekki hvort þeir væru velkomnir lengur. Eldra fólk var mun hlynntara Brexit en það yngra og skilaði sér betur á kjörstað. Alls voru 72 prósent Breta á aldrinum átján til 24 ára andvíg á meðan 66 prósent kjósenda yfir 65 ára voru hlynnt. „Hvað hafa foreldrar okkar gert?“ spurði einn vegfarenda blaðamann Fréttablaðsins. „Bretar hafa tekið skýra ákvörðun um að velja aðra leið en mína. Því tel ég þörf á nýjum leiðtoga sem getur stýrt Bretlandi á þeirri leið,“ sagði Cameron fyrir utan bústað forsætisráðherra á Downingstræti. Cameron hyggst hins vegar stýra Bretlandi næstu mánuði en býst við því að nýr forsætisráðherra taki við í október. Óvíst er hver tekur við af Cameron en fjölmiðlar í Bretlandi spá því að Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, og Michael Gove dómsmálaráðherra séu líklegir. Þeir börðust báðir fyrir Brexit. Stöðugleiki var lítill í fjármálaheiminum í gær. FTSE-vísitalan hrapaði um átta prósent þegar markaðir opnuðu. Hún rétti þó lítillega úr kútnum þegar leið á daginn. Hlutabréf í breskum bönkum lækkuðu í verði en hlutabréf í Barclays og RBS lækkuðu um nærri tuttugu prósent. Þá féll gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal um tíu prósent árla morguns og hafði ekki verið jafnlágt frá árinu 1985. Stærstu fjölmiðlar Bretlands greindu frá því í gær að hluti þingmanna Verkamannaflokksins muni leggja fram vantrauststillögu á hendur formanni sínum, Jeremy Corbyn. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir hönd flokksins, sagði framlag hans til kosningabaráttu gegn Brexit lélegt og lítið. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), fagnaði sigrinum hins vegar í gær en hann hafði barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Nýr dagur rís yfir sjálfstæðu Bretlandi,“ sagði Farage í sigurræðu sinni. „Við höfum barist gegn alþjóðasinnum og stjórnmálarisum. Gegn lygum, spillingu og svikum og í dag hafa heiðarleiki, góðmennska og trú á Bretlandi unnið sigur.“ Leiðtogar Evrópusambandsins voru ekki jafnhrifnir og Farage af ákvörðun Breta. François Hollande, forseti Frakklands, sagði ákvörðunina mikla áskorun fyrir Evrópu og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði hana högg fyrir Evrópu og einingu innan álfunnar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem mælst var til þess að Bretar yfirgæfu sem fyrst til að framlengja ekki það óvissuástand sem ríkir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júníDavid Cameron mun segja af sér vegna Brexit. Nordicphotos/AFP
Brexit Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira