Innlent

Banaslys á Öxnadalsheiði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Alls voru fjórtán farþegar í bílunum tveimur. Einn er alvarlega slasaður.
Alls voru fjórtán farþegar í bílunum tveimur. Einn er alvarlega slasaður. Vísir
Einn lést í árekstri þriggja bíla á Öxnadalsheiði í morgun. Einn er alvarlega slasaður en allir aðrir farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

Um var að ræða árekstur fólksbíls, jeppa og smárútu, en í rútunni voru alls tólf farþegar. Slysið varð þegar ein bifreið tók fram úr annarri bifreið í þann mund sem smárúta á norðurleið kom á móti bílunum. Bíllinn sem tók fram úr valt út af veginum og rútan og hinn bíllinn skullu saman. Tveir voru í jeppanum og tveir í fólksbílnum.

Þjóðvegi 1 var lokað og vegfarendum bent á leið um Ólafsfjarðarveg til Skagafjarðar. Óvíst er hve lengi lokunin stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×