Áhrif Brexit neikvæð en umfangið enn óljóst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2016 11:18 Ingólfur Bender vísir/gva „Þegar stórt er spurt. Það er gífurleg óvissa um áhrifin og enn á allt eftir að koma í ljós,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar hjá Íslandsbanka, í samtali við Vísi aðspurður um hvaða áhrif útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa. Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr Evrópusambandinu. Tæplega 52 prósent kjósenda var hlynntur því að ganga úr sambandinu. „Viðbrögðin á fjármálamarkaði eru þau að pundið hefur lækkað mjög sem og hlutabréf. Lækkun pundins er áhyggjuefni fyrir Ísland og mögulegan hagvöxt í Bretlandi,“ segir Ingólfur. Bretland er stór útflutningsmarkaður fyrir Ísland og að auki eru Bretar næststærsti hópurinn sem heimsækir landið. Sjávarútvegsfyrirtæki landsins selja umtalsvert magn af vörum til Bretlands og ljóst að útgangan gæti verið högg fyrir þau. „Mínar áhyggjur snúa að framtíð ESB og EES. Þær áhyggjur snúa ekki aðeins að hagsmunum þeim sem eru undir fyrir Ísland heldur fyrir þetta svæði almennt og stóru myndina í kringum það. Það er erfitt að spá um umfang áhrifanna.“ Áhrifa útgöngunnar gætir hér heima en hlutabréf í Kauphöllinni hafa tekið dýfu í dag. Til dæmis hafa bréf í Marel og Icelandair lækkað um fjögur prósent. Aðrar tölur eru allar rauðar þó lækkunin sé mismikil. „Það er víst að þetta hefur neikvæð áhrif í för með sér, hve mikil verður að koma í ljós. Það veltur allt á því hvernig framhaldið spilast í öðrum ríkjum og hvernig Bretland sjálft tekur á þessu. Hvaða samningar fylgja útgöngunni og hvar landið endar að útgöngu lokinni,“ segir Ingólfur að lokum. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
„Þegar stórt er spurt. Það er gífurleg óvissa um áhrifin og enn á allt eftir að koma í ljós,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar hjá Íslandsbanka, í samtali við Vísi aðspurður um hvaða áhrif útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa. Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr Evrópusambandinu. Tæplega 52 prósent kjósenda var hlynntur því að ganga úr sambandinu. „Viðbrögðin á fjármálamarkaði eru þau að pundið hefur lækkað mjög sem og hlutabréf. Lækkun pundins er áhyggjuefni fyrir Ísland og mögulegan hagvöxt í Bretlandi,“ segir Ingólfur. Bretland er stór útflutningsmarkaður fyrir Ísland og að auki eru Bretar næststærsti hópurinn sem heimsækir landið. Sjávarútvegsfyrirtæki landsins selja umtalsvert magn af vörum til Bretlands og ljóst að útgangan gæti verið högg fyrir þau. „Mínar áhyggjur snúa að framtíð ESB og EES. Þær áhyggjur snúa ekki aðeins að hagsmunum þeim sem eru undir fyrir Ísland heldur fyrir þetta svæði almennt og stóru myndina í kringum það. Það er erfitt að spá um umfang áhrifanna.“ Áhrifa útgöngunnar gætir hér heima en hlutabréf í Kauphöllinni hafa tekið dýfu í dag. Til dæmis hafa bréf í Marel og Icelandair lækkað um fjögur prósent. Aðrar tölur eru allar rauðar þó lækkunin sé mismikil. „Það er víst að þetta hefur neikvæð áhrif í för með sér, hve mikil verður að koma í ljós. Það veltur allt á því hvernig framhaldið spilast í öðrum ríkjum og hvernig Bretland sjálft tekur á þessu. Hvaða samningar fylgja útgöngunni og hvar landið endar að útgöngu lokinni,“ segir Ingólfur að lokum.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15