Þrír sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang og einn tækjabíll frá slökkviliðinu, en þyrla Landhelgisgæslunnar hefur ekki verið kölluð út vegna slyssins. Þá hefur áfallateymi frá Rauða krossinum verið sent á staðinn.
Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi verður vegurinn lokaður í að minnsta kosti tvær klukkustundir á meðan unnið er á vettvangi. Vegfarendum er bent á að hægt er að fara Ólafsfjarðarveg til Siglufjarðar og þá leið suður.
Uppfært kl. 11.10