Bárðarbunga: Engin merki komin fram um breytingar á botni öskjunnar frá síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2016 17:56 Bárðarbunga Vísir Engin merki koma fram um breytingar á botni Bárðarbungaröskju frá síðasta ári og engar vísbendingar eru uppi um að vatn sé að safnast fyrir inni í öskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út eftir fund vísindaráðs almannavarna í dag þar sem farið var yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu undanfarnar vikur. Lægðin sem myndaðist við sig öskjunnar í umbrotunum 2014 og 2015 hefur grynnkað vegna innflæðis íss og snjósöfnunar og hefur lægðin grynnkað um átta metra á ári. Íssjármælingar voru gerðar á Bárðarbungu í vorleiðangri Jöklarannsóknarfélags Íslands (JÖRFÍ) dagana 3.-10. júní. „Í leiðangri JÖRFÍ voru einnig gerðar gasmælingar við sigkatla á brúnum öskjunnar sem myndast vegna jarðhita undir jöklinum. Þær sýna að útstreymi gass hefur lítið breyst síðasta árið. Dýpt og stærð katlana hefur ekki verið mæld í nokkurn tíma, en þær mælingar verða aðeins gerðar úr lofti. Ekki er því vitað hvort jarðhiti sé að aukast eða minnka. Ný jarðskjálftastöð í tæplega 1600 metra hæð í norðvestur hlíðum Bárðarbungu, var sett upp 5. júní. Hún bætir nákvæmni staðsetninga jarðskjálfta inni í öskjunni til muna. Jarðskjálftamælingar sýna að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hefur farið stigvaxandi frá miðjum september 2015. Alls hafa mælst 51 jarðskjálftar stærri en M3 frá goslokum í Bárðarbunguöskunni. Frekari upplýsingar um jarðskjálftana í Bárðarbungu má finna í frétt á vef Veðurstofu Íslands. GPS mælingar sýna færslur í átt frá Bárðarbungu. Líklegasta skýringin á aflögun og jarðskjálftavirkni er innflæði kviku á 10-15 km dýpi undir Bárðarbungu, þar sem kvikan átti uppruna sinn í gosinu 2014-2015. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa. Í kjölfar öskjusigsins í Bárðarbungu og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Því er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun katlanna auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Engin merki koma fram um breytingar á botni Bárðarbungaröskju frá síðasta ári og engar vísbendingar eru uppi um að vatn sé að safnast fyrir inni í öskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út eftir fund vísindaráðs almannavarna í dag þar sem farið var yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu undanfarnar vikur. Lægðin sem myndaðist við sig öskjunnar í umbrotunum 2014 og 2015 hefur grynnkað vegna innflæðis íss og snjósöfnunar og hefur lægðin grynnkað um átta metra á ári. Íssjármælingar voru gerðar á Bárðarbungu í vorleiðangri Jöklarannsóknarfélags Íslands (JÖRFÍ) dagana 3.-10. júní. „Í leiðangri JÖRFÍ voru einnig gerðar gasmælingar við sigkatla á brúnum öskjunnar sem myndast vegna jarðhita undir jöklinum. Þær sýna að útstreymi gass hefur lítið breyst síðasta árið. Dýpt og stærð katlana hefur ekki verið mæld í nokkurn tíma, en þær mælingar verða aðeins gerðar úr lofti. Ekki er því vitað hvort jarðhiti sé að aukast eða minnka. Ný jarðskjálftastöð í tæplega 1600 metra hæð í norðvestur hlíðum Bárðarbungu, var sett upp 5. júní. Hún bætir nákvæmni staðsetninga jarðskjálfta inni í öskjunni til muna. Jarðskjálftamælingar sýna að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hefur farið stigvaxandi frá miðjum september 2015. Alls hafa mælst 51 jarðskjálftar stærri en M3 frá goslokum í Bárðarbunguöskunni. Frekari upplýsingar um jarðskjálftana í Bárðarbungu má finna í frétt á vef Veðurstofu Íslands. GPS mælingar sýna færslur í átt frá Bárðarbungu. Líklegasta skýringin á aflögun og jarðskjálftavirkni er innflæði kviku á 10-15 km dýpi undir Bárðarbungu, þar sem kvikan átti uppruna sinn í gosinu 2014-2015. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa. Í kjölfar öskjusigsins í Bárðarbungu og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Því er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun katlanna auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira