Mannanafnanefnd: Karma má vera karlmannsnafn og Ári er ekki of niðrandi Bjarki Ármannsson skrifar 23. júní 2016 16:35 Sem kunnugt er, hefur innanríkisráðuneytið lagt fram frumvarpsdrög sem fela í sér að bæði mannanafnanefnd og mannanafnaskrá verði felld niður. Vísir/Getty Karlmannsnöfnin Karma, Ári og Gaddi og kvenmannsnöfnin Eiríksína, Kikka og Liljan eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt í nýlegum úrskurðum sem birtir eru í dag. Nöfnin sem fengu höfnun að þessu sinni eru kvenmannsnöfnin Cleopatra (rithátturinn Kleópatra er þó leyfður) og Olgalilja og karlmannsnöfnin Omid og Zar. Athygli vekur að Karma sé leyft sem karlmannsnafn og með eignarfallsendinguna Körmu. Sturla er í nútímamáli eina íslenska karlmannsnafnið með endinguna –u í eignarfalli. Þó eru til dæmi um nöfnin Skúta og Órækja í fornmáli. Í umsókn um nafnið er sagt að eignarfallsmynd þess sé Karmas en Mannanafnanefnd telur þá mynd brjóta í bága við lög. Nefndin hafnaði einnig eignarfallsmyndinni Körmu fyrir tveimur árum en telur nú við nánari skoðun að ekki sé hægt að fullyrða að slík beyging sé ótæk. Þá er athyglisvert að karlmannsnafnið Ári sé samþykkt en þar reyndi á það ákvæði mannanafnalaga að nöfn megi ekki verða nafnbera til ama. Orðabókarskilgreining nafnorðsins ári er „púki“ eða „illur andi“. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að grunnmerking orðsins væri líklega ekki almennt þekkt og hvort eð er ekki mjög niðrandi. Nafnið Ári var því látið njóta vafans. Sem kunnugt er, hefur innanríkisráðuneytið lagt fram frumvarpsdrög sem fela í sér að bæði mannanafnanefnd og mannanafnaskrá verði felld niður. Tengdar fréttir Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út Núverandi mannanafnalög verða felld á brott og mannanafnanefnd lögð niður, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins. Formaður íslenskrar málnefndar telur afleiðingarnar meðal annars verða þær að íslenska föðurnafnakerfið leggist af. 15. júní 2016 19:30 Foreldrar Alexar Emmu safna í hópmálsókn gegn ríkinu Mannanafnanefnd vill ekki leyfa stúlkunafnið Alex. "Ég er alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af,“ segir móðir stúlkunnar. 5. október 2015 21:46 Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna. 15. júní 2016 11:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Karlmannsnöfnin Karma, Ári og Gaddi og kvenmannsnöfnin Eiríksína, Kikka og Liljan eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt í nýlegum úrskurðum sem birtir eru í dag. Nöfnin sem fengu höfnun að þessu sinni eru kvenmannsnöfnin Cleopatra (rithátturinn Kleópatra er þó leyfður) og Olgalilja og karlmannsnöfnin Omid og Zar. Athygli vekur að Karma sé leyft sem karlmannsnafn og með eignarfallsendinguna Körmu. Sturla er í nútímamáli eina íslenska karlmannsnafnið með endinguna –u í eignarfalli. Þó eru til dæmi um nöfnin Skúta og Órækja í fornmáli. Í umsókn um nafnið er sagt að eignarfallsmynd þess sé Karmas en Mannanafnanefnd telur þá mynd brjóta í bága við lög. Nefndin hafnaði einnig eignarfallsmyndinni Körmu fyrir tveimur árum en telur nú við nánari skoðun að ekki sé hægt að fullyrða að slík beyging sé ótæk. Þá er athyglisvert að karlmannsnafnið Ári sé samþykkt en þar reyndi á það ákvæði mannanafnalaga að nöfn megi ekki verða nafnbera til ama. Orðabókarskilgreining nafnorðsins ári er „púki“ eða „illur andi“. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að grunnmerking orðsins væri líklega ekki almennt þekkt og hvort eð er ekki mjög niðrandi. Nafnið Ári var því látið njóta vafans. Sem kunnugt er, hefur innanríkisráðuneytið lagt fram frumvarpsdrög sem fela í sér að bæði mannanafnanefnd og mannanafnaskrá verði felld niður.
Tengdar fréttir Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út Núverandi mannanafnalög verða felld á brott og mannanafnanefnd lögð niður, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins. Formaður íslenskrar málnefndar telur afleiðingarnar meðal annars verða þær að íslenska föðurnafnakerfið leggist af. 15. júní 2016 19:30 Foreldrar Alexar Emmu safna í hópmálsókn gegn ríkinu Mannanafnanefnd vill ekki leyfa stúlkunafnið Alex. "Ég er alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af,“ segir móðir stúlkunnar. 5. október 2015 21:46 Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna. 15. júní 2016 11:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út Núverandi mannanafnalög verða felld á brott og mannanafnanefnd lögð niður, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins. Formaður íslenskrar málnefndar telur afleiðingarnar meðal annars verða þær að íslenska föðurnafnakerfið leggist af. 15. júní 2016 19:30
Foreldrar Alexar Emmu safna í hópmálsókn gegn ríkinu Mannanafnanefnd vill ekki leyfa stúlkunafnið Alex. "Ég er alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af,“ segir móðir stúlkunnar. 5. október 2015 21:46
Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna. 15. júní 2016 11:32