Kosningaþátttakan það sem er mest spennandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júní 2016 15:30 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sýna nokkuð óbreytt ástand meðal frambjóðenda. „Þessi mynd er nú ansi föst í sessi verður að segjast. Þó svo að við sjáum nokkra hreyfingu er þetta ekki gjörbreyting á stóru myndinni,“ segir hann. „Fréttirnar eru þær að Guðni sígur svolítið. Nokkuð sem maður gat átt von á með frambjóðanda sem var með svona gífurlega mikið fylgi. Halla stekkur upp en þó munar þrjátíu prósentum á þeim sem er geinvænlegur munur þegar tveir dagar eru til kosninga,“ segir Eiríkur. „Mesta spennan í þessu forsetakjöri núna er kosningaþátttakan sjálf á kjördag. Hún gæti breytt þessari mynd. Ef að kosningaþátttaka er lág gæti önnur niðurstaða komið úr kjörkössunum er blasir við núna.“ Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðnings 49 prósenta þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Forskot Guðna er enn nokkuð öruggt en hann er með 30 prósenta forskot á næsta frambjóðanda. Halla Tómasdóttir er með stuðning 19,6 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnuninni og bætir við sig tíu prósentustigum frá könnuninni í síðustu viku. Þá segjast 12,9 prósent ætla að kjósa Andra Snæ Magnason og 12,4 prósent Davíð Oddsson. Samkvæmt könnuninni minnkar fylgi við Andra Snæ um 0,2 prósent milli vikna en það er innan vikmarka. Fylgi við Davíð minnkar um 3,7 prósent. Sturla Jónsson mælist núna með 2,5 prósent, en aðrir eru með minna fylgi.Create bar charts Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sýna nokkuð óbreytt ástand meðal frambjóðenda. „Þessi mynd er nú ansi föst í sessi verður að segjast. Þó svo að við sjáum nokkra hreyfingu er þetta ekki gjörbreyting á stóru myndinni,“ segir hann. „Fréttirnar eru þær að Guðni sígur svolítið. Nokkuð sem maður gat átt von á með frambjóðanda sem var með svona gífurlega mikið fylgi. Halla stekkur upp en þó munar þrjátíu prósentum á þeim sem er geinvænlegur munur þegar tveir dagar eru til kosninga,“ segir Eiríkur. „Mesta spennan í þessu forsetakjöri núna er kosningaþátttakan sjálf á kjördag. Hún gæti breytt þessari mynd. Ef að kosningaþátttaka er lág gæti önnur niðurstaða komið úr kjörkössunum er blasir við núna.“ Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðnings 49 prósenta þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Forskot Guðna er enn nokkuð öruggt en hann er með 30 prósenta forskot á næsta frambjóðanda. Halla Tómasdóttir er með stuðning 19,6 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnuninni og bætir við sig tíu prósentustigum frá könnuninni í síðustu viku. Þá segjast 12,9 prósent ætla að kjósa Andra Snæ Magnason og 12,4 prósent Davíð Oddsson. Samkvæmt könnuninni minnkar fylgi við Andra Snæ um 0,2 prósent milli vikna en það er innan vikmarka. Fylgi við Davíð minnkar um 3,7 prósent. Sturla Jónsson mælist núna með 2,5 prósent, en aðrir eru með minna fylgi.Create bar charts
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira