Ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 24. júní 2016 10:30 Lói – þú flýgur aldrei einn, er ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Mynd/GunHil Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og framleiðandi myndarinnar Lói – þú flýgur aldrei einn, segir ferlið ganga vel. Fréttablaðið/Ernir. Hugmyndin að handritinu kemur frá Friðriki Erlingssyni, handritshöfundi teiknimyndarinnar. Friðrik bjó á Eyrarbakka og fylgdist mikið með fuglunum í fjörunni, það er óhætt að segja að þar hafi hugmyndin að handriti myndarinnar kviknað,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðamaður spurður út í íslensku teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn, sem frumsýnd verður um jólin 2017. Myndin er ein sú allra dýrasta sem gerð hefur verið hér á landi, en framleiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna. Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson, frumkvöðlar í tölvuteiknimyndagerð á Íslandi, framleiða myndina ásamt belgíska fyrirtækinu Cyborn sem hefur mikla reynslu í framleiðslu á tölvugerðu teiknimyndaefni. „Árið 2012 stofnuðum við Gunnar teiknimyndafyrirtækið GunHil en áður höfðum við félagarnir unnið teiknimyndirnar Litla lirfan ljóta, Anna og skapsveiflurnar og Hetjur Valhallar – Þór. Lói er mynd í stærri kantinum og það er frábært að fá fyrirtæki eins og Cyborn með okkur í lið. Þeir eru miklir reynsluboltar í þessum bransa ásamt því að vera mjög framarlega í stafrænni hreyfimyndavinnslu,“ segir Hilmar.Lói þarf að takast á við harðan vetur og grimma óvini í myndinni. Mynd/GunHilEn um hvað fjallar Lói? „Lói – þú flýgur aldrei einn segir frá litlum lóuunga hér á Íslandi. Hann afar erfitt uppdráttar og er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann þarf því að takast á við harðan vetur, grimma óvini og önnur vandamál,“ segir Hilmar. Að búa til teiknimynd er langt og flókið vinnsluferli og er þolinmæði stór partur af ferlinu sem spannar nokkur ár. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir myndinni ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. „Þetta lofar mjög góðu, við höfum fengið frábær viðbrögð og ferlið gengur vel. Ferlið er langt en mjög skemmtilegt og hefst á því að teikna upp persónur og umhverfi myndarinnar,“ segir Hilmar og bætir við að sem stendur séu þeir að vinna í hreyfimyndagerðinni, eða kvikun eins og það er kallað á íslensku, en það ferli snýst um að hreyfa myndina til. Þar sem þetta er alþjóðlegt verkefni, eru raddirnar fyrst teknar upp á ensku og fór hljóðupptaka fram í London í lok apríl. Umsjón með hljóðsetningu hefur Gunnar Árnason hljóðupptökustjóri en Atli Örvarsson sér um tónlistina í myndinni. „Þýska fyrirtækið ARRI Worldsales fer með heimssölurétt á myndinni og hefur hún verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum til yfir þrjátíu landa. Átján þeirra landa hafa ákveðið að talsetja teiknimyndina á sínu eigin tungumáli og líklega verða þau fleiri. Enn hefur ekki verið ákveðið hverjir koma til með að talsetja teiknimyndina á íslensku en það mun þó skýrast von bráðar,“ segir Hilmar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og framleiðandi myndarinnar Lói – þú flýgur aldrei einn, segir ferlið ganga vel. Fréttablaðið/Ernir. Hugmyndin að handritinu kemur frá Friðriki Erlingssyni, handritshöfundi teiknimyndarinnar. Friðrik bjó á Eyrarbakka og fylgdist mikið með fuglunum í fjörunni, það er óhætt að segja að þar hafi hugmyndin að handriti myndarinnar kviknað,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðamaður spurður út í íslensku teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn, sem frumsýnd verður um jólin 2017. Myndin er ein sú allra dýrasta sem gerð hefur verið hér á landi, en framleiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna. Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson, frumkvöðlar í tölvuteiknimyndagerð á Íslandi, framleiða myndina ásamt belgíska fyrirtækinu Cyborn sem hefur mikla reynslu í framleiðslu á tölvugerðu teiknimyndaefni. „Árið 2012 stofnuðum við Gunnar teiknimyndafyrirtækið GunHil en áður höfðum við félagarnir unnið teiknimyndirnar Litla lirfan ljóta, Anna og skapsveiflurnar og Hetjur Valhallar – Þór. Lói er mynd í stærri kantinum og það er frábært að fá fyrirtæki eins og Cyborn með okkur í lið. Þeir eru miklir reynsluboltar í þessum bransa ásamt því að vera mjög framarlega í stafrænni hreyfimyndavinnslu,“ segir Hilmar.Lói þarf að takast á við harðan vetur og grimma óvini í myndinni. Mynd/GunHilEn um hvað fjallar Lói? „Lói – þú flýgur aldrei einn segir frá litlum lóuunga hér á Íslandi. Hann afar erfitt uppdráttar og er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann þarf því að takast á við harðan vetur, grimma óvini og önnur vandamál,“ segir Hilmar. Að búa til teiknimynd er langt og flókið vinnsluferli og er þolinmæði stór partur af ferlinu sem spannar nokkur ár. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir myndinni ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. „Þetta lofar mjög góðu, við höfum fengið frábær viðbrögð og ferlið gengur vel. Ferlið er langt en mjög skemmtilegt og hefst á því að teikna upp persónur og umhverfi myndarinnar,“ segir Hilmar og bætir við að sem stendur séu þeir að vinna í hreyfimyndagerðinni, eða kvikun eins og það er kallað á íslensku, en það ferli snýst um að hreyfa myndina til. Þar sem þetta er alþjóðlegt verkefni, eru raddirnar fyrst teknar upp á ensku og fór hljóðupptaka fram í London í lok apríl. Umsjón með hljóðsetningu hefur Gunnar Árnason hljóðupptökustjóri en Atli Örvarsson sér um tónlistina í myndinni. „Þýska fyrirtækið ARRI Worldsales fer með heimssölurétt á myndinni og hefur hún verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum til yfir þrjátíu landa. Átján þeirra landa hafa ákveðið að talsetja teiknimyndina á sínu eigin tungumáli og líklega verða þau fleiri. Enn hefur ekki verið ákveðið hverjir koma til með að talsetja teiknimyndina á íslensku en það mun þó skýrast von bráðar,“ segir Hilmar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein