KSÍ átti að leggja fyrsta flokks gervigras Sveinn Arnarson skrifar 23. júní 2016 10:00 Sparkvellir eru gríðarlega mikið notaðir um land allt og voru byggðir í námunda við skólastofnanir. Ekki hefur komið til tals að Knattspyrnusamband Íslands taki þátt í kostnaði við að skipta út dekkjakurli á sparkvöllum á landinu þrátt fyrir að það hafi verið eina verkefni þess við gerð sparkvallanna að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina. „Fyrir mína tíð,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ. KSÍ, í samstarfi við sveitarfélög vítt og breitt um landið, byggði upp 111 sparkvelli í sparkvallaátaki KSÍ sem hófst árið 2004. Hugmynd KSÍ var að semja við sveitarfélög í landinu um að gera sparkvelli. Knattspyrnusambandið átti að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina sem gerðir væru eftir fyrirframgefnum leiðbeiningum. Vellirnir urðu að endingu mun fleiri en áætlað var í upphafi og tók ríkissjóður því að sér að styrkja KSÍ enn frekar í uppbyggingunni. Sveitarfélög gerðu vellina á sinn kostnað en KSÍ átti einungis að setja niður fyrsta flokks gervigras eins og segir í samningum við sveitarfélögin. KSÍ fékk síðan að setja upp auglýsingar við hvern einasta sparkvöll. Gúmmíkurlið er þekktur krabbameinsvaldur og hefur Læknafélag Íslands ályktað í tvígang um að þessum efnum þurfi að skipta út sem allra fyrst til að tryggja heilsu barna sem leika sér á þessum sparkvöllum. Hafnfirðingar áætla að kostnaðurinn við að skipta út þessum efnum nemi um 15 milljónum króna en átta svona vellir eru í bæjarfélaginu. Því má áætla að kostnaður við að skipta á öllum völlum landsins nemi á þriðja hundrað milljónum króna. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sparkvallaátak sambandsins hafa hafist löngu fyrir sína tíð. Gerðir hafi verið samningar við öll þau sveitarfélög sem vildu gera sparkvelli við sína skóla. „Í samningunum sem gerðir voru við sveitarfélögin er ákvæði um að þegar framkvæmdum ljúki færist vellirnir í eigu bæjarins og hann sér um bæði umhirðu og rekstur á völlunum,“ segir Klara og segir það ekki hafa komið til tals að taka þátt í kostnaðinum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Ekki hefur komið til tals að Knattspyrnusamband Íslands taki þátt í kostnaði við að skipta út dekkjakurli á sparkvöllum á landinu þrátt fyrir að það hafi verið eina verkefni þess við gerð sparkvallanna að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina. „Fyrir mína tíð,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ. KSÍ, í samstarfi við sveitarfélög vítt og breitt um landið, byggði upp 111 sparkvelli í sparkvallaátaki KSÍ sem hófst árið 2004. Hugmynd KSÍ var að semja við sveitarfélög í landinu um að gera sparkvelli. Knattspyrnusambandið átti að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina sem gerðir væru eftir fyrirframgefnum leiðbeiningum. Vellirnir urðu að endingu mun fleiri en áætlað var í upphafi og tók ríkissjóður því að sér að styrkja KSÍ enn frekar í uppbyggingunni. Sveitarfélög gerðu vellina á sinn kostnað en KSÍ átti einungis að setja niður fyrsta flokks gervigras eins og segir í samningum við sveitarfélögin. KSÍ fékk síðan að setja upp auglýsingar við hvern einasta sparkvöll. Gúmmíkurlið er þekktur krabbameinsvaldur og hefur Læknafélag Íslands ályktað í tvígang um að þessum efnum þurfi að skipta út sem allra fyrst til að tryggja heilsu barna sem leika sér á þessum sparkvöllum. Hafnfirðingar áætla að kostnaðurinn við að skipta út þessum efnum nemi um 15 milljónum króna en átta svona vellir eru í bæjarfélaginu. Því má áætla að kostnaður við að skipta á öllum völlum landsins nemi á þriðja hundrað milljónum króna. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sparkvallaátak sambandsins hafa hafist löngu fyrir sína tíð. Gerðir hafi verið samningar við öll þau sveitarfélög sem vildu gera sparkvelli við sína skóla. „Í samningunum sem gerðir voru við sveitarfélögin er ákvæði um að þegar framkvæmdum ljúki færist vellirnir í eigu bæjarins og hann sér um bæði umhirðu og rekstur á völlunum,“ segir Klara og segir það ekki hafa komið til tals að taka þátt í kostnaðinum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira