Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Tómas Þór Þórðarsson í París skrifar 22. júní 2016 20:00 Aron fagnar að leikslokum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Þetta er ákveðinn léttir, við settum okkur háleit markmið um að komast áfram og það er búið að tala um þetta heillengi. Þetta verða bara stærri og stærri leikir héðan í frá,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kampakátur eftir 2-1 sigur á Austurríki í kvöld. „Við náðum settu markmiði og núna er bara næsta markmið og það verður erfitt. Við mætum góðu liði Englands sem er búið að spila vel, það þekkja allir þessa leikmenn sem við erum að fara að spila vel og það verður aukin skemmtun að fá að mæta þeim.“ Aron segist aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey.“ Aron var ekki lengi að svara hvort leikmenn yrðu lengi niður á jörðina eftir sigur eins og þennan. „Það verður lítið mál að koma sér aftur niður á jörðina og það kemur líklegast á morgun en við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir Englendingana. Það er frábært að fá þennan auka dag í hvíld, það á eftir að telja því við hættum ekki að hlaupa í kvöld,“ sagði Aron sem svaraði í léttum tón þegar hann var spurður hvort íslenska liðið hefði verið draumamótherji í 16-liða úrslitum. „Við erum ennþá taplausir, það verður að átta sig á því að við höfum ekki enn tapað eftir þrjá leiki,“ sagði Aron glottandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
„Þetta er ákveðinn léttir, við settum okkur háleit markmið um að komast áfram og það er búið að tala um þetta heillengi. Þetta verða bara stærri og stærri leikir héðan í frá,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kampakátur eftir 2-1 sigur á Austurríki í kvöld. „Við náðum settu markmiði og núna er bara næsta markmið og það verður erfitt. Við mætum góðu liði Englands sem er búið að spila vel, það þekkja allir þessa leikmenn sem við erum að fara að spila vel og það verður aukin skemmtun að fá að mæta þeim.“ Aron segist aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey.“ Aron var ekki lengi að svara hvort leikmenn yrðu lengi niður á jörðina eftir sigur eins og þennan. „Það verður lítið mál að koma sér aftur niður á jörðina og það kemur líklegast á morgun en við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir Englendingana. Það er frábært að fá þennan auka dag í hvíld, það á eftir að telja því við hættum ekki að hlaupa í kvöld,“ sagði Aron sem svaraði í léttum tón þegar hann var spurður hvort íslenska liðið hefði verið draumamótherji í 16-liða úrslitum. „Við erum ennþá taplausir, það verður að átta sig á því að við höfum ekki enn tapað eftir þrjá leiki,“ sagði Aron glottandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira