Mannréttindamál í ólestri hér á landi Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júní 2016 07:00 Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu og gagnrýndi þá ástand mannréttindamála hér. Gagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Ísland undirritaði þennan samning fyrir níu árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann. 164 ríki hafa fullgilt samninginn. Á meðan mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að lagasetningu til undirbúnings fullgildingu. Ýmis ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið. Málið heyrði undir innanríkisráðherra.Getur enn dregist í langan tíma Haft er eftir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning SÞ. Var ljóst, að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið, sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög. Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun. Fyrir fjórum árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð, sem lagði áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér. Það hefur ekki verið gert enn.Mikil mismunun hér Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verið að mismuna þeim á öllum sviðum, í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum. Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Skilja aldraða eftir Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og skilja aldraða eftir þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40 prósenta kauphækkun. Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í átta mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu og gagnrýndi þá ástand mannréttindamála hér. Gagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Ísland undirritaði þennan samning fyrir níu árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann. 164 ríki hafa fullgilt samninginn. Á meðan mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að lagasetningu til undirbúnings fullgildingu. Ýmis ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið. Málið heyrði undir innanríkisráðherra.Getur enn dregist í langan tíma Haft er eftir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning SÞ. Var ljóst, að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið, sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög. Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun. Fyrir fjórum árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð, sem lagði áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér. Það hefur ekki verið gert enn.Mikil mismunun hér Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verið að mismuna þeim á öllum sviðum, í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum. Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Skilja aldraða eftir Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og skilja aldraða eftir þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40 prósenta kauphækkun. Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í átta mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun