Ísland njóti bestu kjara Lilja Alfreðsdóttir skrifar 23. júní 2016 07:00 Bretar ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag hvort þeir yfirgefi Evrópusambandið eða verði þar áfram. Viðhorfskannanir gefa til kynna að úrslitin verði tvísýn og þjóðin virðist skiptast í tvo jafn stóra hópa, þar sem annar vill aukið efnahagspólitískt sjálfstæði en hinn halda Evrópusamstarfinu áfram. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Íslendingar fluttu út vörur og þjónustu til Bretlands fyrir meira en 120 milljarða króna á síðasta ári. Á móti fluttum við inn vörur og þjónustu frá Bretlandi fyrir 90 milljarða. Bretar eru um 19% erlendra ferðamanna á Íslandi og eru fjölmennastir í hópi þeirra sem sækja okkur heim. Flugferðir milli landanna voru um 6.400 talsins á síðasta ári og um 2.200 Íslendingar eru skráðir með lögheimili í Bretlandi.Grundvallast á EES–samningnum Samskipti Íslands og Bretlands grundvallast að miklu leyti á EES-samningnum. Hann kveður á um frelsi í viðskiptum og fjárfestingum, frjálsa búsetu fólks og samstarf á ýmsum sviðum. Samningurinn helst óbreyttur ef Bretar velja sér áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretar segja skilið við sambandið munu þeir þurfa að semja um viðskiptakjör og ýmis samskipti sín við aðrar þjóðir, þar með taldar aðildarþjóðir EES-samningsins. Engar breytingar yrðu þó á samskiptum Íslands og Bretlands í a.m.k. tvö ár frá ákvörðun um úrsögn, samkvæmt sáttmálum ESB. Með samhljóða ákvörðun allra aðildarríkjanna má lengja þann tíma.Í startholunum Íslensk stjórnvöld hafa fylgst náið með þróun mála undanfarna mánuði og búið sig undir niðurstöðuna, hver sem hún kann að verða. Í báðum tilvikum er markmiðið það sama; að tryggja festu og stöðugleika í samskiptum landanna, að viðskiptakjör verði framvegis a.m.k. jafn góð og hingað til og frelsi íbúanna til ferða og búsetu í hvoru landi fyrir sig haldist óbreytt. Leiðirnar að því markmiði hafa verið kortlagðar og við erum í startholunum, ef á þarf að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Bretar ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag hvort þeir yfirgefi Evrópusambandið eða verði þar áfram. Viðhorfskannanir gefa til kynna að úrslitin verði tvísýn og þjóðin virðist skiptast í tvo jafn stóra hópa, þar sem annar vill aukið efnahagspólitískt sjálfstæði en hinn halda Evrópusamstarfinu áfram. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Íslendingar fluttu út vörur og þjónustu til Bretlands fyrir meira en 120 milljarða króna á síðasta ári. Á móti fluttum við inn vörur og þjónustu frá Bretlandi fyrir 90 milljarða. Bretar eru um 19% erlendra ferðamanna á Íslandi og eru fjölmennastir í hópi þeirra sem sækja okkur heim. Flugferðir milli landanna voru um 6.400 talsins á síðasta ári og um 2.200 Íslendingar eru skráðir með lögheimili í Bretlandi.Grundvallast á EES–samningnum Samskipti Íslands og Bretlands grundvallast að miklu leyti á EES-samningnum. Hann kveður á um frelsi í viðskiptum og fjárfestingum, frjálsa búsetu fólks og samstarf á ýmsum sviðum. Samningurinn helst óbreyttur ef Bretar velja sér áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretar segja skilið við sambandið munu þeir þurfa að semja um viðskiptakjör og ýmis samskipti sín við aðrar þjóðir, þar með taldar aðildarþjóðir EES-samningsins. Engar breytingar yrðu þó á samskiptum Íslands og Bretlands í a.m.k. tvö ár frá ákvörðun um úrsögn, samkvæmt sáttmálum ESB. Með samhljóða ákvörðun allra aðildarríkjanna má lengja þann tíma.Í startholunum Íslensk stjórnvöld hafa fylgst náið með þróun mála undanfarna mánuði og búið sig undir niðurstöðuna, hver sem hún kann að verða. Í báðum tilvikum er markmiðið það sama; að tryggja festu og stöðugleika í samskiptum landanna, að viðskiptakjör verði framvegis a.m.k. jafn góð og hingað til og frelsi íbúanna til ferða og búsetu í hvoru landi fyrir sig haldist óbreytt. Leiðirnar að því markmiði hafa verið kortlagðar og við erum í startholunum, ef á þarf að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar