Erlent

79 látnir eftir þrumur og eldingar í Indlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þúsundir látast á hverju ári af völdum eldinga í Indlandi.
Þúsundir látast á hverju ári af völdum eldinga í Indlandi. Vísir/AFP
Minnst 79 eru látnir í indversku ríkjunum Bihar, Jharkhand og Madhya Pradesh eftir miklar þrumur og eldingar þar í landi. Þúsundir látast á hverju ári af völdum eldinga í Indlandi.

Mesta mannfallið var í Bihar-ríki í norðausturhluta Indlands þar sem 53 létust. Tíu létust í Jarhkhand og sextán í Madya Pradesh. Flestir þeirra sem létust voru við störf á bújörðum í miklu rigningarveðri á þriðjudaginn.

Monsoon-tímabilið stendur nú yfir í Indlandi og því fylgir gjarnan miklar þrumur og eldingar. Samkvæmt tölum frá opinberum stofnunum í Indlandi látast um tvö þúsund á ári hverju af völdum eldinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×