Von er á sólríku og hlýju í veðri í Parísarborg í dag, þar sem Íslendingar mæta Austurríkismönnum í lokaumferð F-riðils á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu í dag.
Samkvæmt spá norsku veðurstofunnar má gera ráð fyrir um það bil 24 stiga hita eftir hádegi í dag og litlum sem engum vindi. Hitinn mun svo fara upp í um 29 stig í kvöld á meðan leik stendur, en hann hefst klukkan 18:00 að staðartíma.
Íslenskir stuðningsmenn sem ætla sér á völlinn í París í dag geta þannig verið kátir með spána en þó er alltaf sniðugt að muna eftir sólarvörn og því að drekka nóg af vatni yfir daginn.
Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París
Bjarki Ármannsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


