Eiríkur Ingi borinn þungum sökum af ítölskum keppanda: Fékk eftirlitsbíl til að tryggja að Ítalinn færi eftir reglum Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2016 18:04 Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira