Eiríkur Ingi borinn þungum sökum af ítölskum keppanda: Fékk eftirlitsbíl til að tryggja að Ítalinn færi eftir reglum Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2016 18:04 Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira