Forsetaáskorun Vísis: Byrjaði og hætti að reykja þegar hún var fimm ára Nanna Elísa Jakobsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júní 2016 15:00 Hér sést hvernig besta minning Guðrúnar Margrétar gæti litið út í kvikmynd um ævi hennar þar sem Julia Roberts væri í aðalhlutverki. Vísir Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur borðaði svið, ábrysti og fjallagrasamjólk með bestu lyst þegar hún var barn. Hún hefur aldrei migið í saltan sjó en gaf heimilislausum dreng í Gvatemala eitt sinn Nýja Testamentið eða „Nuevo Testamento.“ Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðrúnar Margrétar við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðrún Margrét er næst í röðinni.Guðrún Margrét ásamt fjölskyldu sinni en stærstu augnablikin í lífi hennar voru þegar hún eignaðist börnin sín.Vísir/GuðrúnHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Af mörgum ótrúlega fallegum eru Hljóðaklettar efstir í huganum, svo tjörnin innst í Ásbyrgi og Svartifoss.Hundar eða kettir? Hundar núna en lengi vel voru það kettir sem höfðu yfirhöndina.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt og reyndar jafnstórar stundir þegar ég eignaðist hin þrjú börnin.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Þegar ég var ung voru svið, fjallagrasamjólk og ábrystir í mestu uppáhaldi. Núna er allur hollur matur í uppáhaldi og ég á erfitt með að gera upp á milli lambakjöts, kjúklings, fisks og grænmetisrétta. Lambakjöt er þó í mestu uppáhaldi ef grillað er.Hvernig bíl ekur þú? Toyota Prius, árg. 2004, sem er hálfur rafmagnsbíll.Guðrún hefur verið stöðvuð af lögreglu fyrir að aka of hratt og virða ekki stöðvunarskyldu.VísirBesta minningin? Brosið sem kom á andlit 11 ára gamals götudrengs í Guatemala þegar ég dró upp Nýja testamenti og gaf honum. Hann var að búa sig til svefns á gangstéttinni og aðstæður hans stungu mig í hjartað. Þetta er í minningunni fallegasta bros sem ég hef séð, hann var svo glaður og þakklátur. „Nuevo testamento” sagði hann og ljómaði eins og sólin.Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, fyrir að aka of hratt og fyrir að stoppa ekki við stöðvunarskyldu.Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki heimsótt fólk sem ég hefði átt að heimsækja og svo dó það án þess að ég fengi tækifæri til að bæta fyrir það.Reykir þú? Nei, ég prófaði einn dag þegar ég var 5 ára og lét það nægja.Pharrell kemur Guðrúnu í gírinn þegar hann tekur Happy.Vísir/EPAUppáhalds drykkur(áfengur)? Ég drekk yfirhöfuð ekki áfenga drykki, en ef ég gerði það væri það sjálfsagt rauðvín. Annars er engifersafi í uppáhaldi hjá mér (ekki áfengur).Uppáhalds bíómynd? Listi Schindlers, hún hafði veruleg áhrif á migUppáhalds tónlistarmaður? Andrae CrouchHvaða lag kemur þér í gírinn? Happy með Pharell WilliamsDraumaferðalagið? Ég hef ferðast svo mikið um ævina að nú eru mest heillandi ferðalögin að vera í tjaldi með fjölskyldu og vinum í Atlavík, fara í göngutúra um Hallormsstaðaskóg og grilla á ströndinni í góðu veðri.Guðrún veit ekkert rómantískara en að vera með eiginmanninum við spegilsléttan sjó við sólarlag.Vísir/EPAHefur þú migið í saltan sjó? Nei, en ég oft verið á sjó og var á handfæraveiðum á Eyjafirði sumarpart á unglingsárum.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ætli það sé ekki að sofa uppi á húsþaki eða fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Að sjálfsögðu hef ég margoft gert það, bæði smá og stór.Hverju ertu stoltastur af? Af öllum börnunum úti í heimi sem eiga bjarta framtíð af því að maður gafst ekki upp heldur lét drauminn verða að veruleika þótt það kostaði fórnir, kannski ekki blóð en alla vega svita og tár.Rómantískasta augnablik í lífinu? Að standa með eiginmanninum á sumarsíðkvöldi við spegilsléttan sjó þar sem við höldum utan um hvort annað, hlustum á fuglana og horfum á fallegt sólarlag. Það er ekkert sem toppar það í rómantík.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já sannarlega, ég veit að Guð er til.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Þetta er erfið spurning, kannski Julia Roberts. Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Forsetaáskorun Vísis: Vill að Tom Hanks leiki sig í bíómynd um ævi sína Guðni Th. Jóhannsson tekur Forsetaáskorun Vísis og í ljós kemur að hann 22. júní 2016 13:00 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur borðaði svið, ábrysti og fjallagrasamjólk með bestu lyst þegar hún var barn. Hún hefur aldrei migið í saltan sjó en gaf heimilislausum dreng í Gvatemala eitt sinn Nýja Testamentið eða „Nuevo Testamento.“ Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðrúnar Margrétar við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðrún Margrét er næst í röðinni.Guðrún Margrét ásamt fjölskyldu sinni en stærstu augnablikin í lífi hennar voru þegar hún eignaðist börnin sín.Vísir/GuðrúnHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Af mörgum ótrúlega fallegum eru Hljóðaklettar efstir í huganum, svo tjörnin innst í Ásbyrgi og Svartifoss.Hundar eða kettir? Hundar núna en lengi vel voru það kettir sem höfðu yfirhöndina.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt og reyndar jafnstórar stundir þegar ég eignaðist hin þrjú börnin.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Þegar ég var ung voru svið, fjallagrasamjólk og ábrystir í mestu uppáhaldi. Núna er allur hollur matur í uppáhaldi og ég á erfitt með að gera upp á milli lambakjöts, kjúklings, fisks og grænmetisrétta. Lambakjöt er þó í mestu uppáhaldi ef grillað er.Hvernig bíl ekur þú? Toyota Prius, árg. 2004, sem er hálfur rafmagnsbíll.Guðrún hefur verið stöðvuð af lögreglu fyrir að aka of hratt og virða ekki stöðvunarskyldu.VísirBesta minningin? Brosið sem kom á andlit 11 ára gamals götudrengs í Guatemala þegar ég dró upp Nýja testamenti og gaf honum. Hann var að búa sig til svefns á gangstéttinni og aðstæður hans stungu mig í hjartað. Þetta er í minningunni fallegasta bros sem ég hef séð, hann var svo glaður og þakklátur. „Nuevo testamento” sagði hann og ljómaði eins og sólin.Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, fyrir að aka of hratt og fyrir að stoppa ekki við stöðvunarskyldu.Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki heimsótt fólk sem ég hefði átt að heimsækja og svo dó það án þess að ég fengi tækifæri til að bæta fyrir það.Reykir þú? Nei, ég prófaði einn dag þegar ég var 5 ára og lét það nægja.Pharrell kemur Guðrúnu í gírinn þegar hann tekur Happy.Vísir/EPAUppáhalds drykkur(áfengur)? Ég drekk yfirhöfuð ekki áfenga drykki, en ef ég gerði það væri það sjálfsagt rauðvín. Annars er engifersafi í uppáhaldi hjá mér (ekki áfengur).Uppáhalds bíómynd? Listi Schindlers, hún hafði veruleg áhrif á migUppáhalds tónlistarmaður? Andrae CrouchHvaða lag kemur þér í gírinn? Happy með Pharell WilliamsDraumaferðalagið? Ég hef ferðast svo mikið um ævina að nú eru mest heillandi ferðalögin að vera í tjaldi með fjölskyldu og vinum í Atlavík, fara í göngutúra um Hallormsstaðaskóg og grilla á ströndinni í góðu veðri.Guðrún veit ekkert rómantískara en að vera með eiginmanninum við spegilsléttan sjó við sólarlag.Vísir/EPAHefur þú migið í saltan sjó? Nei, en ég oft verið á sjó og var á handfæraveiðum á Eyjafirði sumarpart á unglingsárum.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ætli það sé ekki að sofa uppi á húsþaki eða fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Að sjálfsögðu hef ég margoft gert það, bæði smá og stór.Hverju ertu stoltastur af? Af öllum börnunum úti í heimi sem eiga bjarta framtíð af því að maður gafst ekki upp heldur lét drauminn verða að veruleika þótt það kostaði fórnir, kannski ekki blóð en alla vega svita og tár.Rómantískasta augnablik í lífinu? Að standa með eiginmanninum á sumarsíðkvöldi við spegilsléttan sjó þar sem við höldum utan um hvort annað, hlustum á fuglana og horfum á fallegt sólarlag. Það er ekkert sem toppar það í rómantík.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já sannarlega, ég veit að Guð er til.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Þetta er erfið spurning, kannski Julia Roberts.
Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Forsetaáskorun Vísis: Vill að Tom Hanks leiki sig í bíómynd um ævi sína Guðni Th. Jóhannsson tekur Forsetaáskorun Vísis og í ljós kemur að hann 22. júní 2016 13:00 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00
Forsetaáskorun Vísis: Vill að Tom Hanks leiki sig í bíómynd um ævi sína Guðni Th. Jóhannsson tekur Forsetaáskorun Vísis og í ljós kemur að hann 22. júní 2016 13:00