Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 14:37 Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé "fulltrúi valdaklíkunnar.“ Vísir/Ernir „Blekkingin er nú ekki meira en það að þau atriði sem Ástþór hefur nefnt, að þau þrjú sem hafa verið virk í minni kosningastjórn frá upphafi séu virk í Sjálfstæðisflokknum. Öll þessi nöfn eru á heimasíðunni minni. Ef ég væri í samsæri myndi ég nú reyna að fela þetta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi og sagnfræðingur um ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé í raun „fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.“Ástþór fór mikinn í kappræðum forsetaframbjóðendanna í Speglinum á Rás 1 í gær og sagði Guðna vera frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins en Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðendaGuðni Th. var viðmælandi Harmageddon á X-inu í dag og var spurður af hverju svo margir úr Sjálfstæðisflokknum væru að starfa fyrir framboðið, vísaði Guðni þá til þess að hann væri úr Garðabænum, einu þekktasta vígi Sjálfstæðismanna og að hann bæði vini sína ekki um flokksskírteini. „Framboð mitt bar frekar brátt að. Þegar ég ákvað að láta slag standa vissi ég, eins og allir sem fara í framboð, að það þarf skipulag og batterí í kringum þetta. Þá leitaði ég til fólks sem ég þekki,“ sagði Guðni en bæði Friðjón R. Friðjónsson og Þorgerður Anna Arnardóttir, sem starfa fyrir framboðið, eru í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. „Ég talaði við vin minn Friðjón Friðjónsson, konur okkar eru báðar úr Vesturheimi. Magnús Lyngdal þekki ég úr háskólanum, hann var til í tuskið. Að síðustu er það Þorgerður Anna Arnarsdóttir sem ólst upp á sömu slóðum og ég. Þau þrjú hófu leikinn og svo bættust margir fleiri við og það er fólk sem er utan sem innan flokka,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum og aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk. „Fyrir utan það í öllum mínum rannsóknum og skrifum hef ég ekki verið að hlífa Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði þannig um sögu Sjálfstæðisflokksins í ævissögu Gunnars Thoroddsens að sumum þótti hart vegið að þeim flokki,“ sagði Guðni sem segist ekki hafa og ætla að spyrja um flokksskírteini þeirra sem eru í framboði til forseta. „Hér er fólk að velja ákveðinn einstakling til að styðja og þannig á það að vera í forsetakjöri.Hlusta má á allt viðtalið við Guðna Th. í spilaranum hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Blekkingin er nú ekki meira en það að þau atriði sem Ástþór hefur nefnt, að þau þrjú sem hafa verið virk í minni kosningastjórn frá upphafi séu virk í Sjálfstæðisflokknum. Öll þessi nöfn eru á heimasíðunni minni. Ef ég væri í samsæri myndi ég nú reyna að fela þetta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi og sagnfræðingur um ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé í raun „fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.“Ástþór fór mikinn í kappræðum forsetaframbjóðendanna í Speglinum á Rás 1 í gær og sagði Guðna vera frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins en Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðendaGuðni Th. var viðmælandi Harmageddon á X-inu í dag og var spurður af hverju svo margir úr Sjálfstæðisflokknum væru að starfa fyrir framboðið, vísaði Guðni þá til þess að hann væri úr Garðabænum, einu þekktasta vígi Sjálfstæðismanna og að hann bæði vini sína ekki um flokksskírteini. „Framboð mitt bar frekar brátt að. Þegar ég ákvað að láta slag standa vissi ég, eins og allir sem fara í framboð, að það þarf skipulag og batterí í kringum þetta. Þá leitaði ég til fólks sem ég þekki,“ sagði Guðni en bæði Friðjón R. Friðjónsson og Þorgerður Anna Arnardóttir, sem starfa fyrir framboðið, eru í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. „Ég talaði við vin minn Friðjón Friðjónsson, konur okkar eru báðar úr Vesturheimi. Magnús Lyngdal þekki ég úr háskólanum, hann var til í tuskið. Að síðustu er það Þorgerður Anna Arnarsdóttir sem ólst upp á sömu slóðum og ég. Þau þrjú hófu leikinn og svo bættust margir fleiri við og það er fólk sem er utan sem innan flokka,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum og aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk. „Fyrir utan það í öllum mínum rannsóknum og skrifum hef ég ekki verið að hlífa Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði þannig um sögu Sjálfstæðisflokksins í ævissögu Gunnars Thoroddsens að sumum þótti hart vegið að þeim flokki,“ sagði Guðni sem segist ekki hafa og ætla að spyrja um flokksskírteini þeirra sem eru í framboði til forseta. „Hér er fólk að velja ákveðinn einstakling til að styðja og þannig á það að vera í forsetakjöri.Hlusta má á allt viðtalið við Guðna Th. í spilaranum hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35