Erlent

Þrír menn í Svíþjóð ákærðir fyrir að hafa neytt konu í hjónaband

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Faðir 23 ára konu og tveir vinir hans eru ákærðir fyrir að hafa neytt konuna í hjónaband með manni í Afganistan.
Faðir 23 ára konu og tveir vinir hans eru ákærðir fyrir að hafa neytt konuna í hjónaband með manni í Afganistan. vísir/getty
Saksóknari í Svíþjóð hefur gefið út ákæru á hendur þremur karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa neytt 23 ára konu í hjónaband með karlmanni í Afganistan. Mennirnir eru jafnframt sakaðir um að hafa rænt 21 árs gömlum kærasta konunnar og beitt hann margvíslegu ofbeldi.

Um er að ræða föður konunnar og tvo vini hans. Faðirinn og annar vinur hans sitja í gæsluvarðhaldi en verði þeir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi.

Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir mál af þessum toga í Svíþjóð, eftir að sænska þingið samþykkti árið 2014 lög sem miða að því að uppræta nauðungarhjónabönd í landinu.

Sænskir fjölmiðlar hafa ekki greint frá þjóðerni fólksins, en fram kemur að konan hafi búið í bænum Lund með kærasta sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×