Hodgson: Get ekki leynt vonbrigðum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2016 21:45 Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í B-riðli EM í Frakklandi. Úrslitin þýða að England endaði í öðru sæti riðilsins og er öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Englendingar munu leika við liðið sem endar í öðru sæti F-riðils, riðli Íslands. „Við fengum færin og voru miklu meira með boltann. En við náðum ekki að skora og ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með það,“ sagði Hodgson eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta muni koma. Við erum með leikmenn sem geta skorað og munu skora.“ Hodgson tók við fáum spurningum frá ensku pressunni og varðist þeim, ef honum fannst að í þeim fælist gagnrýni. Hann var til dæmis spurður hvort það hefði verið of mikil áhætta að gera sex breytingar á byrjunarliðinu, sem hann gerði fyrir leikinn í kvöld. „Hvað hefði breyst? Hefði Wayne Rooney skorað ef hann hefði spilað frá upphafi? Hann kom inn á, Harry Kane og Dele Alli komu inn á. Það er ekki hægt að stilla þessu svona upp. Þessir leikmenn komu allir inn á og við sóttum stíft allt til loka.“ „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við vorum betri í öllum þremur leikjunum okkar í riðlinum og við höfum verið gagnrýndir fyrir að nýta ekki færin okkar. Ég get ekkert sagt við því.“ Hann var líka spurður um frammistöðu Jack Wilshere en Hodgson sagði þá að í spurningunni fælist sú staðhæfing að hann hefði ekki staðið sig vel með landsliðinu að undanförnu. „Ég tel að hann sé frábær leikmaður sem mun nýtast hópnum afar vel. Það er ljóst að hann var ekki besti maðurinn á vellinum en þú hefðir allt eins getað spurt mig um frammistöðu Jordan Henderson eða Nathaniel Clyne, sem voru frábærir.“ Hann segir reiðubúinn að mæta hvaða lið sem er úr F-riðli í 16-liða úrslitunum. „En við vitum líka að það lið sem við mætum mun fá erfiðan leik gegn okkur,“ bætti hann við. „Og kannski fáum við lið sem sækir gegn okkur og við getum því fengið tækifæri til að sýna að við erum líka gott skyndisóknarlið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00 Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í B-riðli EM í Frakklandi. Úrslitin þýða að England endaði í öðru sæti riðilsins og er öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Englendingar munu leika við liðið sem endar í öðru sæti F-riðils, riðli Íslands. „Við fengum færin og voru miklu meira með boltann. En við náðum ekki að skora og ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með það,“ sagði Hodgson eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta muni koma. Við erum með leikmenn sem geta skorað og munu skora.“ Hodgson tók við fáum spurningum frá ensku pressunni og varðist þeim, ef honum fannst að í þeim fælist gagnrýni. Hann var til dæmis spurður hvort það hefði verið of mikil áhætta að gera sex breytingar á byrjunarliðinu, sem hann gerði fyrir leikinn í kvöld. „Hvað hefði breyst? Hefði Wayne Rooney skorað ef hann hefði spilað frá upphafi? Hann kom inn á, Harry Kane og Dele Alli komu inn á. Það er ekki hægt að stilla þessu svona upp. Þessir leikmenn komu allir inn á og við sóttum stíft allt til loka.“ „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við vorum betri í öllum þremur leikjunum okkar í riðlinum og við höfum verið gagnrýndir fyrir að nýta ekki færin okkar. Ég get ekkert sagt við því.“ Hann var líka spurður um frammistöðu Jack Wilshere en Hodgson sagði þá að í spurningunni fælist sú staðhæfing að hann hefði ekki staðið sig vel með landsliðinu að undanförnu. „Ég tel að hann sé frábær leikmaður sem mun nýtast hópnum afar vel. Það er ljóst að hann var ekki besti maðurinn á vellinum en þú hefðir allt eins getað spurt mig um frammistöðu Jordan Henderson eða Nathaniel Clyne, sem voru frábærir.“ Hann segir reiðubúinn að mæta hvaða lið sem er úr F-riðli í 16-liða úrslitunum. „En við vitum líka að það lið sem við mætum mun fá erfiðan leik gegn okkur,“ bætti hann við. „Og kannski fáum við lið sem sækir gegn okkur og við getum því fengið tækifæri til að sýna að við erum líka gott skyndisóknarlið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00 Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00
Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45