Innlent

Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs umferðarslyss

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slysið varð skammt vestan við Vík í Mýrdal
Slysið varð skammt vestan við Vík í Mýrdal vísir/heiða
Lögreglan á Suðurlandi hefur lokað Suðurlandsvegi við Reynishverfi, skammt vestan við Vík í Mýrdal vegna alvarlegs umferðarslyss. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að viðbragðsaðilar séu við vinnu á vettvangi og er lokun nauðsynleg til að tryggja öryggi þeirra og vernda rannsóknarhagsmuni.

Lögregla biður vegfarendur að sýna tillitssemi og biðlund. Búast má við að lokun geti varað í nokkrar klukkustundir. Nánari upplýsingar eru ekki fyrirliggjandi að svo stöddu en verða veittar þegar þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×