Samningafundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia hefur verið boðaður klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Takist ekki samningar verður deilunni vísað til gerðardóms næstkomandi föstudag.
Lítið hefur miðað í viðræðunum sem staðið hafa yfir frá því í nóvember. Alþingi setti lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóra hinn 8. júní síðastliðinn en samkvæmt þeim hafa samninganefndir frest fram á föstudag til að ná sáttum í deilunni, annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra.
Deiluaðilar hafa undanfarna daga reynt að ná sáttum, en neita þó að gefa upp hver gangur viðræðnanna er nú.
Flugumferðarstjórar funda í dag

Tengdar fréttir

Flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á Secret Solstice
Hljómsveitin Die Antwoord tafðist vegna seinkunar á flugi frá Amsterdam og það riðlaði dagskrá á tónlistarhátíðinni.

Fyrsta samningafundi eftir lagasetningu lokið
Boðað hefur verið til næsta fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra klukkan eitt á morgun.

Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum
Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni.