Erlent

5000 svín brunnu lifandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Svartur reykjarmökkur steig til himins.
Svartur reykjarmökkur steig til himins. skjáskot
Talið er að rúmlega 5000 svín hafi brunnið inni í vesturhluta Kanada á laugardag.

Mikil eldur kom upp á svínabúi í bænum Leroy, 160 kílómetra austan af borginni Saskatoon sem er stærsta borg Saskatchewan-fylkis. Svartur reykjarmökkur steig upp til himins og sást úr órafjarlægð að sögn sjónarvotta.

Tilkynnt var um eldinn klukkan 16 að staðartíma og var fjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sendur á vettvang. Veðurskilyrði voru hagstæð og tók skamman tíma að ráða niðurlögum eldsins. Ekki tókst þó að bjarga þeim 5000 svínum sem í búinu voru sem fyrr segir. 

Eldsupptök eru ókunn en ekki er þó talið að eldurinn hafi kviknað með saknænum hætti.

Hér að neðan má sjá myndband af eldsvoðanum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×