Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:45 Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira