Erlent

Áttatíu þúsund flýja Fallúdsja

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Írakskir hermenn búa sig undir orrustu.
Írakskir hermenn búa sig undir orrustu. Nordicphotos/AFP
Um 80 þúsund íbúar Fallúdsja í Írak hafa flúið undanfarnar fjórar vikur. Her ríkisstjórnar Íraks hefur setið um borgina í þeirri von að endurheimta hana frá hersveitum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.

Í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna er ástandið í borginni kallað stórslys. Búist er við að allt að 25 þúsund flýi á næstu vikum.

Hjálparsveitir Sameinuðu þjóðanna eru í miklum vandræðum með að útvega mat, vatn og lyf fyrir fyrrum íbúa borgarinnar sem margir hverjir hafast við undir berum himni fyrir utan borgina. Fjöldi flóttafólks er sagður gera hjálparsveitum einkar erfitt fyrir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×