Björn Þorláksson íhugar sérframboð Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2016 15:53 Björn Þorláksson er ekki af baki dottinn þegar frami á hinum pólitíska vettvangi er annars vegar, þó Píratar hafi hafnað honum. Blaðamaðurinn Björn Þorláksson er ekki búinn að gefa frá sér allar hugmyndir um möguleika á því að geta látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi ef marka má nýlegan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Hann veltir nú fyrir sér möguleikunum á sérframboði.Eins og fram kom í gær þá varð Björn mjög ósáttur við niðurstöðu í prófkjöri Pírata í Norð Austur-kjördæmi en þar hafnaði hann í sjöunda sæti. Björn hafði sóst eftir því að leiða lista en varð ekki að ósk sinni og vandaði í kjölfarið Pírötum ekki kveðjurnar. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði engan áhuga á að þiggja þetta sjöunda sæti. Nú varpar Björn fram spurningu til vina sinna á Facebook, svohljóðandi: „Spurningin er: Eigum við að taka okkur saman og stofna nýtt afl? A.m.k. í þessu kjördæmi? Í þessu kjördæmi vantar e.t.v. nýtt afl með góðum fulltrúum, aukið viðnám gegn spillingu? Hér eru nokkrir punktar, drög að afar óformlegum áherslum getum við kallað það án þess að taka okkur of alvarlega!“ Björn fylgir eftir þessum spurningum með því sem hæglega mætti notast við sem stefnuskrá nýs stjórnmálaafls þar sem hann leggur áherslu á að berjast gegn spillingu hvar sem hana er að finna. Hann vill jöfnuð, hann vill berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum og skírskotar til femínista sem hann segir hina einu sönnu varðhunda almennings. Þá er sem Björn leiti í hugmyndabrunn Jóns Gnarrs og Besta flokksins því hann vill flytja inn mörgæsir og fóstra þær á andapollinum á Akureyri. Hér fyrir neðan getur að líta Facebookpistill Björns en þar má betur kynna sér þessi drög að manifestó. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Blaðamaðurinn Björn Þorláksson er ekki búinn að gefa frá sér allar hugmyndir um möguleika á því að geta látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi ef marka má nýlegan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Hann veltir nú fyrir sér möguleikunum á sérframboði.Eins og fram kom í gær þá varð Björn mjög ósáttur við niðurstöðu í prófkjöri Pírata í Norð Austur-kjördæmi en þar hafnaði hann í sjöunda sæti. Björn hafði sóst eftir því að leiða lista en varð ekki að ósk sinni og vandaði í kjölfarið Pírötum ekki kveðjurnar. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði engan áhuga á að þiggja þetta sjöunda sæti. Nú varpar Björn fram spurningu til vina sinna á Facebook, svohljóðandi: „Spurningin er: Eigum við að taka okkur saman og stofna nýtt afl? A.m.k. í þessu kjördæmi? Í þessu kjördæmi vantar e.t.v. nýtt afl með góðum fulltrúum, aukið viðnám gegn spillingu? Hér eru nokkrir punktar, drög að afar óformlegum áherslum getum við kallað það án þess að taka okkur of alvarlega!“ Björn fylgir eftir þessum spurningum með því sem hæglega mætti notast við sem stefnuskrá nýs stjórnmálaafls þar sem hann leggur áherslu á að berjast gegn spillingu hvar sem hana er að finna. Hann vill jöfnuð, hann vill berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum og skírskotar til femínista sem hann segir hina einu sönnu varðhunda almennings. Þá er sem Björn leiti í hugmyndabrunn Jóns Gnarrs og Besta flokksins því hann vill flytja inn mörgæsir og fóstra þær á andapollinum á Akureyri. Hér fyrir neðan getur að líta Facebookpistill Björns en þar má betur kynna sér þessi drög að manifestó.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07