Erlent

Nýsjálenskur bær lofar nýbúum 20 milljónum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í Kaitangata vilja mennn koma í veg fyrir að íbúar flytji til stórborga eins og Queenstown.
Í Kaitangata vilja mennn koma í veg fyrir að íbúar flytji til stórborga eins og Queenstown.
Bærinn Kaitangata á Nýja-Sjálandi á við einstakt vandamál að stríða en þar er fjöldi lausra starfa og mikið laust húsnæði en of fáir íbúar. Bæjarstjórnarmenn í þessum átta hundruð manna bæ reyna nú að laða að íbúa með spennandi tilboði.

Þeir sem flytja til bæjarins fá hús og land fyrir rétt rúmar 20 milljónir íslenskra króna. Vonast er til þess að koma einnig í veg fyrir brottflutning með þessu móti.

Um þúsund laus störf eru í héraðinu og bara tveir ungir atvinnulausir í bænum. Helstu atvinnurekendur á svæðinu tengjast frumatvinnugreinum. Hingað til hafa þeir verið með starfsmenn sem koma með rútum í allt að klukkutíma fjarlægð frá verksmiðjunum.

Í The Guardian er haft eftir Evan Dick mjólkurbónda að samfélagið sé gamaldags. „Við læsum ekki húsunum okkar, börnin hlaupa frjáls. Við erum með störf, og húsnæði, en vantar bara fólk. Við viljum gæða bæinn lífi á ný og bíðum með opinn faðminn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×