Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Sveinn Arnarsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Smáralind í Kópavogi er stærsta verslunarmiðstöð landsins og er Debenhams í rúmum þrjú þúsund fermetrum húsnæðisins. Fréttablaðið/Anton Brink Verslun Debenhams í Smáralind verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári og lýkur þar með rúmlega 15 ára sögu fyrirtækisins hér á landi. „Ekki náðust samningar um áframhaldandi leigu,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga sem á og rekur verslunina. Debenhams er eina deildaskipta sérvöruverslunin á Íslandi, hún er á tveimur hæðum og er sölurýmið 3.200 fermetrar. „Þar sem við náðum ekki niðurstöðu í samningaviðræðum við leigusala munum við loka Debenhams í síðasta lagi í maí á næsta ári,“ segir Finnur. „Þetta er niðurstaðan og við þurfum að takast á við hana.“Finnur ÁrnasonHagar högnuðust um tæpan milljarð króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem kynnt var Kauphöllinni í gær og samþykkt af stjórn fyrirtækisins. Heildareignir fyrirtækisins nema rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Hagar standa því nokkuð vel. Hagar reka fjölda verslana í Smáralind. Þrátt fyrir ágætan árangur ætlar fyrirtækið að stokka mjög upp í rekstri sínum í Smáralind. Verslun Karen Millen hefur einnig verið lokað í Smáralind og er nú aðeins starfrækt í Kringlunni. Þá er verslun Útilífs að færa sig um set innan Smáralindar í minna verslunarrými og Hagkaupsverslunin verður minnkuð um nærri 200 fermetra. „Þetta er liður í endurskipulagningu hjá okkur. Þegar allt er talið erum við að minnka við okkur í Smáralind um heila 9.500 fermetra. Því er um nokkrar breytingar að ræða,“ segir Finnur. Orðrómur hefur verið uppi um að risinn H&M sé á leiðinni til Íslands og muni opna verslun hér á næstu misserum og nú opnast því stórt pláss í stærstu verslunarmiðstöð landsins. Finnur vildi þó ekki tengja þessa tvo atburði saman. „Samningaviðræður okkar við leigusala um leigu fyrir Debenhams hafa ekkert með komu H&M að gera,“ segir Finnur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Verslun Debenhams í Smáralind verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári og lýkur þar með rúmlega 15 ára sögu fyrirtækisins hér á landi. „Ekki náðust samningar um áframhaldandi leigu,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga sem á og rekur verslunina. Debenhams er eina deildaskipta sérvöruverslunin á Íslandi, hún er á tveimur hæðum og er sölurýmið 3.200 fermetrar. „Þar sem við náðum ekki niðurstöðu í samningaviðræðum við leigusala munum við loka Debenhams í síðasta lagi í maí á næsta ári,“ segir Finnur. „Þetta er niðurstaðan og við þurfum að takast á við hana.“Finnur ÁrnasonHagar högnuðust um tæpan milljarð króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem kynnt var Kauphöllinni í gær og samþykkt af stjórn fyrirtækisins. Heildareignir fyrirtækisins nema rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Hagar standa því nokkuð vel. Hagar reka fjölda verslana í Smáralind. Þrátt fyrir ágætan árangur ætlar fyrirtækið að stokka mjög upp í rekstri sínum í Smáralind. Verslun Karen Millen hefur einnig verið lokað í Smáralind og er nú aðeins starfrækt í Kringlunni. Þá er verslun Útilífs að færa sig um set innan Smáralindar í minna verslunarrými og Hagkaupsverslunin verður minnkuð um nærri 200 fermetra. „Þetta er liður í endurskipulagningu hjá okkur. Þegar allt er talið erum við að minnka við okkur í Smáralind um heila 9.500 fermetra. Því er um nokkrar breytingar að ræða,“ segir Finnur. Orðrómur hefur verið uppi um að risinn H&M sé á leiðinni til Íslands og muni opna verslun hér á næstu misserum og nú opnast því stórt pláss í stærstu verslunarmiðstöð landsins. Finnur vildi þó ekki tengja þessa tvo atburði saman. „Samningaviðræður okkar við leigusala um leigu fyrir Debenhams hafa ekkert með komu H&M að gera,“ segir Finnur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira