Fimm banaslys í umferðinni á sex vikum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. júlí 2016 18:48 Fimm banaslys hafa orðið í umferðinni á síðustu sex vikum. Rannsóknastjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta vera mikinn fjölda á stuttum tíma og að fjöldi alvarlegra umferðarslysa á þessu ári sé vonbrigði. Undanfarin ár hefur banaslysum í umferðinni farið fækkandi en þeim fjölgaði þó í fyrra og voru þá 16 talsins. Undanfarnar vikur hafa orðið óvenju mörg banaslys en á síðustu sex vikum hafa fimm látist í umferðinni. „Þetta er mjög mikið á stuttum tíma. Í fyrra voru 16 banaslys í umferðinni en árið þar áður voru þau fjögur. Og þá höfðu verið ár þar sem að voru ekki svona mörg, bæði alvarleg umferðarslys og banaslys, þannig að þessi aukning er að koma okkur svolítið á óvart, það verður að segjast eins og er og veldur okkur vonbrigðum,” segir Ágúst Mogensen, rannsóknastjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Aukning í alvarlegum slysum sem rekja má til erlendra ferðamanna Um áhrif erlendra ferðamanna segir Ágúst að í fyrra voru fimm banaslys sem erlendir ferðamenn áttu aðild að. Hefur þessi mikla fjölgun erlendra ferðamanna haft áhrif á umferðaröryggi?„Við náttúrulega sjáum það í tölunum. Það er aukning í alvarlegum umferðarslysum sem að má rekja beinlínis til erlendra ferðamanna.”Lítur ekki nógu vel útÁrið 2014 létust fjórir í umferðinni en þeim fjölgaði í 16 í fyrra sem fyrr segir. Það sem af er ári hafa átta banaslys orðið í umferðinni. Hvernig lítur þetta út með árið í ár?„Ef við miðum við undanfarin fimm, sex ár að þá bæði í fyrra og það sem af er þessu ári að þá verður að segjast eins og er að þetta er mun verri niðurstaða og lítur ekki nógu vel út, verð ég að segja hreint út.”Hægt að fækka umferðarslysum til munaHvað er mikilvægast að ykkar mati til að fækka alvarlegum umferðarslysum?„Við höfum lagt áherslu á hraðakstur, bílbeltanotkun, að fólk neyti ekki örvandi lyfja eða áfengis og síðan svefn og þreytu. Þetta eru svona fjórir, fimm helstu þættirnir sem að við leggjum áherslu á. Og ef fólk myndi virða þessar reglur og fara eftir í hvívetna að þá gætum við fækkað alvarlegum umferðarslysum og banaslysum til muna,” segir Ágúst. Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesbraut Karlmaður á fertugsaldri lést eftir árekstur vörubifreiðar með tengivagn og bifhjóls á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar í Reykjanesbæ í morgun. 7. júlí 2016 16:03 Banaslys í Hvalfjarðargöngunum Einn lést í mjög alvarlegu umferðarslysi sem varð í Hvalfjarðargöngunum í dag. 5. júní 2016 16:30 Banaslys á Suðurlandsvegi Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. 20. júní 2016 19:22 Banaslys við beygju sem stóð til að banna Banaslys varð á fimmtudag við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut. Yfirvöld tilkynntu síðasta sumar að banna ætti beygjuna. Íbúi í Höfnum segir gatnamótin hafa verið til vandræða í mörg ár. 9. júlí 2016 06:00 Banaslys á Öxnadalsheiði Þriggja bíla árekstur. Einn er alvarlega slasaður. 24. júní 2016 12:43 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira
Fimm banaslys hafa orðið í umferðinni á síðustu sex vikum. Rannsóknastjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta vera mikinn fjölda á stuttum tíma og að fjöldi alvarlegra umferðarslysa á þessu ári sé vonbrigði. Undanfarin ár hefur banaslysum í umferðinni farið fækkandi en þeim fjölgaði þó í fyrra og voru þá 16 talsins. Undanfarnar vikur hafa orðið óvenju mörg banaslys en á síðustu sex vikum hafa fimm látist í umferðinni. „Þetta er mjög mikið á stuttum tíma. Í fyrra voru 16 banaslys í umferðinni en árið þar áður voru þau fjögur. Og þá höfðu verið ár þar sem að voru ekki svona mörg, bæði alvarleg umferðarslys og banaslys, þannig að þessi aukning er að koma okkur svolítið á óvart, það verður að segjast eins og er og veldur okkur vonbrigðum,” segir Ágúst Mogensen, rannsóknastjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Aukning í alvarlegum slysum sem rekja má til erlendra ferðamanna Um áhrif erlendra ferðamanna segir Ágúst að í fyrra voru fimm banaslys sem erlendir ferðamenn áttu aðild að. Hefur þessi mikla fjölgun erlendra ferðamanna haft áhrif á umferðaröryggi?„Við náttúrulega sjáum það í tölunum. Það er aukning í alvarlegum umferðarslysum sem að má rekja beinlínis til erlendra ferðamanna.”Lítur ekki nógu vel útÁrið 2014 létust fjórir í umferðinni en þeim fjölgaði í 16 í fyrra sem fyrr segir. Það sem af er ári hafa átta banaslys orðið í umferðinni. Hvernig lítur þetta út með árið í ár?„Ef við miðum við undanfarin fimm, sex ár að þá bæði í fyrra og það sem af er þessu ári að þá verður að segjast eins og er að þetta er mun verri niðurstaða og lítur ekki nógu vel út, verð ég að segja hreint út.”Hægt að fækka umferðarslysum til munaHvað er mikilvægast að ykkar mati til að fækka alvarlegum umferðarslysum?„Við höfum lagt áherslu á hraðakstur, bílbeltanotkun, að fólk neyti ekki örvandi lyfja eða áfengis og síðan svefn og þreytu. Þetta eru svona fjórir, fimm helstu þættirnir sem að við leggjum áherslu á. Og ef fólk myndi virða þessar reglur og fara eftir í hvívetna að þá gætum við fækkað alvarlegum umferðarslysum og banaslysum til muna,” segir Ágúst.
Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesbraut Karlmaður á fertugsaldri lést eftir árekstur vörubifreiðar með tengivagn og bifhjóls á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar í Reykjanesbæ í morgun. 7. júlí 2016 16:03 Banaslys í Hvalfjarðargöngunum Einn lést í mjög alvarlegu umferðarslysi sem varð í Hvalfjarðargöngunum í dag. 5. júní 2016 16:30 Banaslys á Suðurlandsvegi Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. 20. júní 2016 19:22 Banaslys við beygju sem stóð til að banna Banaslys varð á fimmtudag við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut. Yfirvöld tilkynntu síðasta sumar að banna ætti beygjuna. Íbúi í Höfnum segir gatnamótin hafa verið til vandræða í mörg ár. 9. júlí 2016 06:00 Banaslys á Öxnadalsheiði Þriggja bíla árekstur. Einn er alvarlega slasaður. 24. júní 2016 12:43 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira
Banaslys á Reykjanesbraut Karlmaður á fertugsaldri lést eftir árekstur vörubifreiðar með tengivagn og bifhjóls á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar í Reykjanesbæ í morgun. 7. júlí 2016 16:03
Banaslys í Hvalfjarðargöngunum Einn lést í mjög alvarlegu umferðarslysi sem varð í Hvalfjarðargöngunum í dag. 5. júní 2016 16:30
Banaslys við beygju sem stóð til að banna Banaslys varð á fimmtudag við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut. Yfirvöld tilkynntu síðasta sumar að banna ætti beygjuna. Íbúi í Höfnum segir gatnamótin hafa verið til vandræða í mörg ár. 9. júlí 2016 06:00