Erlent

Farþegaþota lenti á röngum flugvelli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rannsókn málsins stendur yfir.
Rannsókn málsins stendur yfir. Vísir/Getty
Farþegaflugvél bandaríska flugfélagsins Delta Air Lines með um 130 farþega innanborðs lenti á röngum flugvelli er hún kom til lendingar í Suður-Dakóta ríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmálayfirvöld rannsaka nú hvernig þetta vildi til.

Flugvélin lenti á Ellsworth-herstöðinni en átti að lenda á nærliggjandi flugvelli í um 16 kílómetra fjarlægð frá herstöðinni.

Farþegar máttu bíða um borð í flugvélinni í tvo og hálfan tíma með gluggatjöldin niðri á meðan hermenn gengu um bor í vélina og leituðu í henni með hundum til þess að ganga úr skugga um að allt væri með felldu.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem flugvél er lent fyrir mistök á flugvelli herstöðvarinnar en árið 2004 gerðu flugmenn Northwest Airlines nákvæmlega sömu mistök.

Rannsókn málsins stendur nú yfir en líkt og sjá á meðfylgjandi kort er afar stutt á milli flugvallanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×