Erlent

Rússneskum diplómötum vísað úr landi í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Vísir/AFP
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa vísað tveimur rússneskum stjórarerindrekum úr landi eftir að ráðist var á stjórnarerindreka Bandaríkjanna í Moskvu.

Rússneskur lögreglumaður réðst á starfsmann bandaríska sendiráðsins í Moskvu snemma í síðasta mánuði. Bandarísk yfirvöld segja að árásin hafi verið tilefnislaus en yfirvöld í Rússlandi segja manninn hafa starfað fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA og neitað að framvísa skilríkjum.

Rússnesku erindrekunum var gert að fara úr landi frá og með 17. júní síðastliðnum. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að starfsmenn sendiráðs síns í Rússlandi hafi, frá því að settar voru viðskiptaþvinganir á Rússa vegna innlimunar þeirra á Krímskaganum í Úkraínu, ítrekað orðið fyrir óþægindum af hálfu rússneskra yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×