Erlent

Facebook prófar skilaboð sem eyðast af sjálfu sér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Notendur munu geta dulkóðað skilaboð sín.
Notendur munu geta dulkóðað skilaboð sín. Vísir
Facebook vinnur nú að því að prófa nýjung fyrir Messenger-spjallforrit sitt. Notendur munu geta sent dulkóðuð skilaboð sín á milli og stillt þann tíma sem þau munu sjást áður en að þau eyðast.

Aðeins örfáir notendur eru í prufuhópnum að sinni en samkvæmt Facebook verður aðeins hægt að lesa skilaboðin á tækjum þess sem skilaboðin eru ætluð.

Facebook notar til þess kerfi sem þróað er að af Signal Protocol sem meðal annars nýtur stuðnings Edward Snowden sem harðlega hefur gagnrýnt hversu auðvelt sé fyrir yfirvöld að fylgjast með samskiptum almennings.

Telur Facebook að nýjungin geti verið gagnleg, t.d. ef senda þarf fjárhagslegar upplýsingar til endurskoðanda síns eða þegar ræða þarf viðkvæm málefni.

Reiknað er með að fleiri notendur fái aðgang að þessari nýjung Facebook á næstu mánuðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×