Sumardeildin í Vegas farin af stað | Myndbönd Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. júlí 2016 21:00 Brandon Ingram lofar góðu vísir/ap Forkeppni sumardeildar NBA í Las Vegas hófst í nótt þar sem nýliðar og aðrar vonarstjörnur sýna hvað í þeim býr í fyrsta sinn á NBA sviðinu. Nú um helgina keppa liðin í forkeppni en aðalkeppnin hefst í næstu viku og er liðunum raðað í styrktarröð eftir gengi þeirra um helgina. Í sumardeildinni leika oftast leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu í deildinni auk fjölda leikmanna sem eru að reyna að komast í deildina. Þó er einn leikmaður með átta ára reynslu í deildinni að leika með Houston Rockets.Michael Beasley skoraði 7 stig á rúmlega 20 mínútum og tók 9 fráköst fyrir Rockets sem tapaði 83-78 fyrir Atlanta Hawks.Brandon Ingram sem Los Angeles Lakers valdi annan í nýliðavalinu í byrjun sumars þótti sýna lipra takta er Lakers rúllaði yfir New Orleans Pelicans 85-65. Ingram skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og varði 2 skot. Leikstjórnandinn D'Angelo Russel sem Lakers valdi annan fyrir ári síðan fór fyrir liðinu með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.Buddy Hield sem Pelicans völdu með sjötta valréttinum í nýliðavalinu átti erfitt uppdráttar en hann var af mörgum talinn besti leikmaður háskólakörfuboltans síðasta vetur. Hield skoraði 13 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum og þar af 1 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Ástralski framherjinn Thon Maker sem Milwaukee Bucks valdi tíundan í nýliðavalinu átti góðan leik þegar Bucks lagði Cleveland Cavaliers 81-75. Maker skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Nýliðarnir hjá Sacramento Kings, Skal Labissiére og Malachi Richardsson, heilluðu engan þegar Kings steinlá gegn Toronto Raptors 88-47. Minnesota Timberwolves valdi leikstjórnandann Kris Dunn með fimmta valréttinum í nýliðavalinu og stal Dunn senunni í nótt þó lið hans hafi tapað 88-82 gegn skemmtilegu liði Denver Nuggets. Dunn skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og stal 3 boltum. Hann háði skemmtilega baráttu við annars sárs leikstjórnanda Nuggets, Emmanuel Mudiay sem skoraði 23 stig.Einvígi Kris Dunn og Emmanuel Mudiay: Brandon Ingram: NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Forkeppni sumardeildar NBA í Las Vegas hófst í nótt þar sem nýliðar og aðrar vonarstjörnur sýna hvað í þeim býr í fyrsta sinn á NBA sviðinu. Nú um helgina keppa liðin í forkeppni en aðalkeppnin hefst í næstu viku og er liðunum raðað í styrktarröð eftir gengi þeirra um helgina. Í sumardeildinni leika oftast leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu í deildinni auk fjölda leikmanna sem eru að reyna að komast í deildina. Þó er einn leikmaður með átta ára reynslu í deildinni að leika með Houston Rockets.Michael Beasley skoraði 7 stig á rúmlega 20 mínútum og tók 9 fráköst fyrir Rockets sem tapaði 83-78 fyrir Atlanta Hawks.Brandon Ingram sem Los Angeles Lakers valdi annan í nýliðavalinu í byrjun sumars þótti sýna lipra takta er Lakers rúllaði yfir New Orleans Pelicans 85-65. Ingram skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og varði 2 skot. Leikstjórnandinn D'Angelo Russel sem Lakers valdi annan fyrir ári síðan fór fyrir liðinu með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.Buddy Hield sem Pelicans völdu með sjötta valréttinum í nýliðavalinu átti erfitt uppdráttar en hann var af mörgum talinn besti leikmaður háskólakörfuboltans síðasta vetur. Hield skoraði 13 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum og þar af 1 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Ástralski framherjinn Thon Maker sem Milwaukee Bucks valdi tíundan í nýliðavalinu átti góðan leik þegar Bucks lagði Cleveland Cavaliers 81-75. Maker skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Nýliðarnir hjá Sacramento Kings, Skal Labissiére og Malachi Richardsson, heilluðu engan þegar Kings steinlá gegn Toronto Raptors 88-47. Minnesota Timberwolves valdi leikstjórnandann Kris Dunn með fimmta valréttinum í nýliðavalinu og stal Dunn senunni í nótt þó lið hans hafi tapað 88-82 gegn skemmtilegu liði Denver Nuggets. Dunn skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og stal 3 boltum. Hann háði skemmtilega baráttu við annars sárs leikstjórnanda Nuggets, Emmanuel Mudiay sem skoraði 23 stig.Einvígi Kris Dunn og Emmanuel Mudiay: Brandon Ingram:
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira